Gjaldeyrishöft geta orðið ávanabindandi Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 18. júlí 2014 12:14 Gengi krónunnar hríðféll í kjölfar bankahrunsins. Vísir/GVA Fjallað er um íslensku gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra í grein sem birt var í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Höfundur greinarinnar, Gillian Tett, hefur áður fjallað um Ísland og fjárhag þjóðarinnar. Í þetta skiptið beinir hún sjónum sínum að gjaldeyrishöftunum sem íslenska ríkisstjórnin kom á til að hindra víðtækan gjaldeyrisflótta í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Tett segir að notkun gjaldeyrishafta hafi gefið efnahag þjóðarinnar gott öndunarsvigrúm til þess að jafna sig á hruninu. Þá hafi mikil aukning í ferðamannaþjónustu, orkuframleiðslu og upplýsingatæknigeiranum bætt upp fyrir gríðarlegt brottfall úr bönkum og fjármálafyrirtækjum. Höfundur talar einnig um að þjóðinni hafi tekist að snúa kreppu í stöðugan hagvöxt, þrátt fyrir þungbært gengisfall krónunnar, og að leiðtogar Portúgal, Grikklands og Ítalíu séu líkast til örlítið afbrýðisamir í garð Íslands. Þó vill höfundur meina að leið stjórnvalda til þess að ná þessum góða árangri sé vafasöm. Hún segir að gjaldeyrishöftin, sem upphaflega voru ætluð sem bráðabirgðalausn, geti orðið Íslandi ávanabindandi.Þjóðernissinnuð stjórnvöldTett talar um að vegna þjóðernissinnaðrar afstöðu ráðandi stjórnvalda sé ekki líklegt að erlendir lánadrottnar, sem eiga tilkall til hluta þrotabúa föllnu bankanna, fái nema brotabrot af því sem þeir óska eftir að fá. Henni finnst líklegast að deilur stjórnvalda og fjárfestanna erlendu endi líklega í langdregnum réttarhöldum eða þá að gjaldeyrishöftin, sem áttu aðeins að standa meðan þjóðin náði andanum, verði framlengd um óákveðinn tíma. Tett segir að vegna yfirvofandi skulda ríkisins, sem nema rúmlega 221 prósentu vergrar þjóðarframleiðslu, sé aðeins of þægilegt fyrir stjórnvöld að geta falið sig bak við höftin. Höfundur segir að þjóðir af öllum stærðargráðum geti dregið lærdóm af íslenska ástandinu. Sérstaklega vegna þess að víða um heim fara skuldir hækkandi, en ekki lækkandi. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Fjallað er um íslensku gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra í grein sem birt var í viðskiptablaðinu Financial Times í gær. Höfundur greinarinnar, Gillian Tett, hefur áður fjallað um Ísland og fjárhag þjóðarinnar. Í þetta skiptið beinir hún sjónum sínum að gjaldeyrishöftunum sem íslenska ríkisstjórnin kom á til að hindra víðtækan gjaldeyrisflótta í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Tett segir að notkun gjaldeyrishafta hafi gefið efnahag þjóðarinnar gott öndunarsvigrúm til þess að jafna sig á hruninu. Þá hafi mikil aukning í ferðamannaþjónustu, orkuframleiðslu og upplýsingatæknigeiranum bætt upp fyrir gríðarlegt brottfall úr bönkum og fjármálafyrirtækjum. Höfundur talar einnig um að þjóðinni hafi tekist að snúa kreppu í stöðugan hagvöxt, þrátt fyrir þungbært gengisfall krónunnar, og að leiðtogar Portúgal, Grikklands og Ítalíu séu líkast til örlítið afbrýðisamir í garð Íslands. Þó vill höfundur meina að leið stjórnvalda til þess að ná þessum góða árangri sé vafasöm. Hún segir að gjaldeyrishöftin, sem upphaflega voru ætluð sem bráðabirgðalausn, geti orðið Íslandi ávanabindandi.Þjóðernissinnuð stjórnvöldTett talar um að vegna þjóðernissinnaðrar afstöðu ráðandi stjórnvalda sé ekki líklegt að erlendir lánadrottnar, sem eiga tilkall til hluta þrotabúa föllnu bankanna, fái nema brotabrot af því sem þeir óska eftir að fá. Henni finnst líklegast að deilur stjórnvalda og fjárfestanna erlendu endi líklega í langdregnum réttarhöldum eða þá að gjaldeyrishöftin, sem áttu aðeins að standa meðan þjóðin náði andanum, verði framlengd um óákveðinn tíma. Tett segir að vegna yfirvofandi skulda ríkisins, sem nema rúmlega 221 prósentu vergrar þjóðarframleiðslu, sé aðeins of þægilegt fyrir stjórnvöld að geta falið sig bak við höftin. Höfundur segir að þjóðir af öllum stærðargráðum geti dregið lærdóm af íslenska ástandinu. Sérstaklega vegna þess að víða um heim fara skuldir hækkandi, en ekki lækkandi.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent