Viðskipti erlent

Netflix hækkar áskriftargjald

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tekjum af hækkuninni er ætlað að fjármagna kaup á meira efni.
Tekjum af hækkuninni er ætlað að fjármagna kaup á meira efni. vísir/getty
Efnisveitan Netflix hefur tilkynnt verðhækkun á mánaðargjaldi til nýrra áskrifenda.

Tekjur veitunnar námu rúmlega einum milljarði Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. Það jafngildir um 112 milljörðum króna, en um 48 milljón áskrifendur eru að þjónustunni á heimsvísu.

Áskriftargjaldið hækkar um einn til tvo Bandaríkjadali á mánuði (fer eftir búsetu) og tekur gildi í lok annars ársfjórðungs. Þeir sem eru nú þegar áskrifendur munu greiða sama gjald og áður næstu tvö árin.

Tekjum af hækkuninni er ætlað að fjármagna kaup á meira efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×