Réttindi opinberra starfsmanna Baldur B. Höskuldsson skrifar 3. október 2014 12:18 Sem opinberum starfsmanni og embættismanni í áraraðir kemur það undirrituðum mjög spánskt fyrir sjónir hvernig umræða í þjóðfélaginu, og jafnvel meðal ráðamanna, hefur verið í garð þeirra starfsmanna ríkisins sem lagt hafa á sig ærið erfiði við að halda kerfinu gangandi eftir efnahagshrun. Fólk vitnar gjarnan í gamlar sögur um opinbera starfsmanninn sem hefur verið áskrifandi að launum sínum eða verið óhæfur í starfi og fengið í framhaldi stöðuhækkun til að valda ekki meiri skaða. Oft hefur fólk séð ofsjónir yfir lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og áréttað að jafna þurfi þann rétt við almennan vinnumarkað. Virðist umræðan oftar en ekki vera að þörf sé á að rýra rétt opinberra starfsmanna frekar en auka rétt almenna markaðarins. Tölur hafa sýnt að laun á opinberum vinnumarkaði eru um 20% lægri en á almennum vinnumarkaði en lítið hefur verið rætt um þá staðreynd þegar fólk vitnar til ríkulegra réttinda opinberra starfsmanna. Reyndin í þessu er allt önnur, opinberi vinnumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum þann hartnær áratug sem undirritaður hefur gengt opinberri þjónustu. Atvinnuöryggi opinberra starfsmanna hefur rýrnað mjög frá því sem áður var. Þegar talað er um embættismenn við almenning dettur fólki fyrst í hug ráðherrar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar og aðrir starfsmenn í ráðuneytunum. Almenningur gerir sér ekki grein fyrir mun á opinberum starfsmanni og svo aftur embættismanni og kærir sig ef til vill ekki um það. Það eina sem margir eru þó vissir um er að báðir hóparnir eru afætur á kerfinu og ættu að finna sér alvöru starf. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að opinberu starfsmennirnir eru fólk sem leggur á sig vinnu, jafnvel myrkranna á milli, til að sinna þörfum og kröfum almennings þegar upp koma veikindi, koma til aðstoðar þegar hætta bjátar á, tryggja öryggi þegnana þegar ógnun steðjar að, tryggja tekjustofna ríkisins til að hægt sé að veita þá þjónustu og aðstoð sem almenningur gerir kröfu á í nútímasamfélagi. Störf opinberra starfsmanna eiga sér um margt hliðstæður í sköttum, það vill enginn greiða þá allir vilja samt fá þjónustu þegar þarf á að halda. Eins er með opinbera starfsmenn, þeir eru álitnir afætur á kerfinu þar til einhver þarf virkilega á þeim að halda. Embættismenn eru lítill angi innan raða opinberra starfsmanna og sýn almennings er takmörkuð inn í þann heim. Flestir vita að embættismenn þiggja laun eftir ákvörðun kjararáðs, færri vita að talsverður hópur þeirra gerir það ekki, heldur er gert að semja um sín laun í kjarasamningum eins og aðrir opinberir starfsmenn, en þó hefur þessi hópur ekki verkfallsrétt til að knýja á um kjarabætur. Í þessum hópi eru tollverðir, lögregluþjónar og fangaverðir. Þessar stéttir sinna öryggi landsins og almennings og þó fólk vilji oft á tíðum sem minnst af þeim vita, og bölsótist jafnvel út í þær, þá vilja líklega fæstir án þeirra vera. Embættismenn eru skipaðir til fimm ára í senn. Sex mánuðum áður en skipun rennur út þarf að tilkynna embættismanninum hvort skipun hans verði endurnýjuð eða embættið auglýst laust til umsóknar, ef ekki þá framlengist skipunin um önnur fimm ár. Öðru gegnir um óskólagengna tollverði, lögregluþjóna og fangaverði en þeir eru settir í embætti tímabundið þar til þeir hafa lokið námi en þá fyrst eiga þeir möguleika á skipun í embætti. Um setningu í starf gilda um margt sömu reglur og um skipun nema að ákvæðið um endurnýjun á ekki við. Þegar setningartími rennur út er starfsmaðurinn í lausu lofti, enginn uppsagnafrestur eða tilkynningaskylda er lögð á vinnuveitanda. Dæmi eru um að starfsmenn hafi einungis fengið allt niður í tólf daga fyrirvara um að endurnýjun standi ekki til boða og þeir komi því til með að ljúka störfum þá strax þegar setningu lýkur. Starfsmenn sem jafnvel hafa verið í starfi í tvö ár, og ættu því rétt á tveggja mánaða uppsagnafresti sem almennir starfsmenn, sitja uppi með þær fregnir að vera orðnir atvinnulausir með nánast engum fyrirvara. Þetta er fólk með fjölskyldu og fjárhagslegar birgðar eins og við öll hin og því engan vegin boðlegt. Ég hef lita trú á að veik staða þessa hóps embættismanna í kjarasamningum, óréttlátt ráðningaform settra embættismanna eða almennt launamisræmi milli opinbera starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði, sé það sem gagnrýnendur telji nauðsyn á að breyta varðandi lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sem opinberum starfsmanni og embættismanni í áraraðir kemur það undirrituðum mjög spánskt fyrir sjónir hvernig umræða í þjóðfélaginu, og jafnvel meðal ráðamanna, hefur verið í garð þeirra starfsmanna ríkisins sem lagt hafa á sig ærið erfiði við að halda kerfinu gangandi eftir efnahagshrun. Fólk vitnar gjarnan í gamlar sögur um opinbera starfsmanninn sem hefur verið áskrifandi að launum sínum eða verið óhæfur í starfi og fengið í framhaldi stöðuhækkun til að valda ekki meiri skaða. Oft hefur fólk séð ofsjónir yfir lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og áréttað að jafna þurfi þann rétt við almennan vinnumarkað. Virðist umræðan oftar en ekki vera að þörf sé á að rýra rétt opinberra starfsmanna frekar en auka rétt almenna markaðarins. Tölur hafa sýnt að laun á opinberum vinnumarkaði eru um 20% lægri en á almennum vinnumarkaði en lítið hefur verið rætt um þá staðreynd þegar fólk vitnar til ríkulegra réttinda opinberra starfsmanna. Reyndin í þessu er allt önnur, opinberi vinnumarkaðurinn hefur tekið miklum breytingum þann hartnær áratug sem undirritaður hefur gengt opinberri þjónustu. Atvinnuöryggi opinberra starfsmanna hefur rýrnað mjög frá því sem áður var. Þegar talað er um embættismenn við almenning dettur fólki fyrst í hug ráðherrar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar og aðrir starfsmenn í ráðuneytunum. Almenningur gerir sér ekki grein fyrir mun á opinberum starfsmanni og svo aftur embættismanni og kærir sig ef til vill ekki um það. Það eina sem margir eru þó vissir um er að báðir hóparnir eru afætur á kerfinu og ættu að finna sér alvöru starf. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að opinberu starfsmennirnir eru fólk sem leggur á sig vinnu, jafnvel myrkranna á milli, til að sinna þörfum og kröfum almennings þegar upp koma veikindi, koma til aðstoðar þegar hætta bjátar á, tryggja öryggi þegnana þegar ógnun steðjar að, tryggja tekjustofna ríkisins til að hægt sé að veita þá þjónustu og aðstoð sem almenningur gerir kröfu á í nútímasamfélagi. Störf opinberra starfsmanna eiga sér um margt hliðstæður í sköttum, það vill enginn greiða þá allir vilja samt fá þjónustu þegar þarf á að halda. Eins er með opinbera starfsmenn, þeir eru álitnir afætur á kerfinu þar til einhver þarf virkilega á þeim að halda. Embættismenn eru lítill angi innan raða opinberra starfsmanna og sýn almennings er takmörkuð inn í þann heim. Flestir vita að embættismenn þiggja laun eftir ákvörðun kjararáðs, færri vita að talsverður hópur þeirra gerir það ekki, heldur er gert að semja um sín laun í kjarasamningum eins og aðrir opinberir starfsmenn, en þó hefur þessi hópur ekki verkfallsrétt til að knýja á um kjarabætur. Í þessum hópi eru tollverðir, lögregluþjónar og fangaverðir. Þessar stéttir sinna öryggi landsins og almennings og þó fólk vilji oft á tíðum sem minnst af þeim vita, og bölsótist jafnvel út í þær, þá vilja líklega fæstir án þeirra vera. Embættismenn eru skipaðir til fimm ára í senn. Sex mánuðum áður en skipun rennur út þarf að tilkynna embættismanninum hvort skipun hans verði endurnýjuð eða embættið auglýst laust til umsóknar, ef ekki þá framlengist skipunin um önnur fimm ár. Öðru gegnir um óskólagengna tollverði, lögregluþjóna og fangaverði en þeir eru settir í embætti tímabundið þar til þeir hafa lokið námi en þá fyrst eiga þeir möguleika á skipun í embætti. Um setningu í starf gilda um margt sömu reglur og um skipun nema að ákvæðið um endurnýjun á ekki við. Þegar setningartími rennur út er starfsmaðurinn í lausu lofti, enginn uppsagnafrestur eða tilkynningaskylda er lögð á vinnuveitanda. Dæmi eru um að starfsmenn hafi einungis fengið allt niður í tólf daga fyrirvara um að endurnýjun standi ekki til boða og þeir komi því til með að ljúka störfum þá strax þegar setningu lýkur. Starfsmenn sem jafnvel hafa verið í starfi í tvö ár, og ættu því rétt á tveggja mánaða uppsagnafresti sem almennir starfsmenn, sitja uppi með þær fregnir að vera orðnir atvinnulausir með nánast engum fyrirvara. Þetta er fólk með fjölskyldu og fjárhagslegar birgðar eins og við öll hin og því engan vegin boðlegt. Ég hef lita trú á að veik staða þessa hóps embættismanna í kjarasamningum, óréttlátt ráðningaform settra embættismanna eða almennt launamisræmi milli opinbera starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði, sé það sem gagnrýnendur telji nauðsyn á að breyta varðandi lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar