Erfitt kvöld í Frakklandi | Hvað gerðu Íslendingarnir í Evrópuboltanum? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2014 21:18 Stefán Rafn fagnar einu marka sinna fyrir Löwen í kvöld. Vísir/Getty Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni með liðum sínum í evrópsku deildunum í handbolta í kvöld. Aron Kristjánsson og Alfreð Gíslason eru á góðu skriði með lið sín. Stefán Rafn Sigurmannsson fór mikinn er Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar í kvöld og þá tók Guðjón Valur Sigurðsson þátt í afar öruggum sigri Barcelona á botnliði spænsku úrvalsdeildarinnar. Það gekk ekki eins vel í frönsku úrvalsdeildinni þar sem öll þrjú Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í kvöld.Meistaradeild Evrópu:Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan sigur á Croatia Zagreb, 34-27, á heimavelli í kvöld. Steffen Weinhold skoraði níu mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig af fjórtán mögulegum. PSG kemur næst með átta stig en á leik til góða.Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kiel - Croatia Zagreb 34-27 D-riðill: Motor Zaporozhye - Pick Szeged 25-29Þýska úrvalsdeildin: Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen, ásamt línumanninum Bjarte Myrhol, með sex mörk er liðið hafði betur gegn Friesenheim, 30-22. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem heldur toppsæti þýsku deildarinnar. Ljónin eru nú með tveggja stiga forystu á Kiel sem á leik til góða.Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Bietigheim á útivelli og komst þar með upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með átján stig. Arnór Gunnarsson sokraði eitt mark fyrir Bergischer HC sem tapaði naumlega fyrir Hamburg á útivelli, 21-20. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu hjá Bergischer en sigurmark leiksins skoraði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg á lokasekúndunum. Bergischer er í ellefta sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig að loknum sextán leikjum.Úrslit kvöldsins: Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 22-30 Lemgo - Flensburg 26-30 Melsungen - Minden 35-25 Hamburg - Bergischer HC 21-20 Bietigheim - Füchse Berlin 22-24Danska úrvalsdeildin:KIF Kolding Köbenhavn vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn mætti liðið Team Tvis Holstebro og vann með fimm marka mun, 24-19. Aron Kristjánsson er þjálfari KIF sem er efst í deildinni með 27 stig af 28 mögulegum. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Álaborg sem vann SönderjyskE, 28-24. Álaborg er í þriðja sætinu með nítján stig Úrslit kvöldsins: Skjern - Ribe-Esbjerg 37-25 Team Tvis - KIF 19-24 Aalborg - SönderjyskE 28-24Franska úrvalsdeildin:Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Nimes sem tapaði fyrir Aix, 28-24, á heimavelli í kvöld. Ásgeir tók fjögur skot í leiknum.Arnór Atlason skoraði þrjú mörk úr átta skotum er Saint Raphael tapaði á útivelli fyrir Chambery, 29-26.Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk, öll af vítalínunni, er Selestat tapaði fyrir Toulouse, 26-22, á heimavelli. Snorri tók fimm skot utan af velli en klikkaði á öllum þeirra.Úrslit kvöldsins: Chambery - Saint Raphael 29-26 Nimes - Aix 24-28 Istres - Cesson Rennes 22-26 Selestat - Toulouse 22-26Spænska úrvalsdeildin:Barcelona kjöldró botnlið Gijon, 40-25, á heimavelli sínum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði alls sex mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki. Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni með liðum sínum í evrópsku deildunum í handbolta í kvöld. Aron Kristjánsson og Alfreð Gíslason eru á góðu skriði með lið sín. Stefán Rafn Sigurmannsson fór mikinn er Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar í kvöld og þá tók Guðjón Valur Sigurðsson þátt í afar öruggum sigri Barcelona á botnliði spænsku úrvalsdeildarinnar. Það gekk ekki eins vel í frönsku úrvalsdeildinni þar sem öll þrjú Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í kvöld.Meistaradeild Evrópu:Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan sigur á Croatia Zagreb, 34-27, á heimavelli í kvöld. Steffen Weinhold skoraði níu mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig af fjórtán mögulegum. PSG kemur næst með átta stig en á leik til góða.Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kiel - Croatia Zagreb 34-27 D-riðill: Motor Zaporozhye - Pick Szeged 25-29Þýska úrvalsdeildin: Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen, ásamt línumanninum Bjarte Myrhol, með sex mörk er liðið hafði betur gegn Friesenheim, 30-22. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem heldur toppsæti þýsku deildarinnar. Ljónin eru nú með tveggja stiga forystu á Kiel sem á leik til góða.Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Bietigheim á útivelli og komst þar með upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með átján stig. Arnór Gunnarsson sokraði eitt mark fyrir Bergischer HC sem tapaði naumlega fyrir Hamburg á útivelli, 21-20. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu hjá Bergischer en sigurmark leiksins skoraði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg á lokasekúndunum. Bergischer er í ellefta sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig að loknum sextán leikjum.Úrslit kvöldsins: Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 22-30 Lemgo - Flensburg 26-30 Melsungen - Minden 35-25 Hamburg - Bergischer HC 21-20 Bietigheim - Füchse Berlin 22-24Danska úrvalsdeildin:KIF Kolding Köbenhavn vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn mætti liðið Team Tvis Holstebro og vann með fimm marka mun, 24-19. Aron Kristjánsson er þjálfari KIF sem er efst í deildinni með 27 stig af 28 mögulegum. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Álaborg sem vann SönderjyskE, 28-24. Álaborg er í þriðja sætinu með nítján stig Úrslit kvöldsins: Skjern - Ribe-Esbjerg 37-25 Team Tvis - KIF 19-24 Aalborg - SönderjyskE 28-24Franska úrvalsdeildin:Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Nimes sem tapaði fyrir Aix, 28-24, á heimavelli í kvöld. Ásgeir tók fjögur skot í leiknum.Arnór Atlason skoraði þrjú mörk úr átta skotum er Saint Raphael tapaði á útivelli fyrir Chambery, 29-26.Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk, öll af vítalínunni, er Selestat tapaði fyrir Toulouse, 26-22, á heimavelli. Snorri tók fimm skot utan af velli en klikkaði á öllum þeirra.Úrslit kvöldsins: Chambery - Saint Raphael 29-26 Nimes - Aix 24-28 Istres - Cesson Rennes 22-26 Selestat - Toulouse 22-26Spænska úrvalsdeildin:Barcelona kjöldró botnlið Gijon, 40-25, á heimavelli sínum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði alls sex mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki.
Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira