Erfitt kvöld í Frakklandi | Hvað gerðu Íslendingarnir í Evrópuboltanum? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2014 21:18 Stefán Rafn fagnar einu marka sinna fyrir Löwen í kvöld. Vísir/Getty Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni með liðum sínum í evrópsku deildunum í handbolta í kvöld. Aron Kristjánsson og Alfreð Gíslason eru á góðu skriði með lið sín. Stefán Rafn Sigurmannsson fór mikinn er Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar í kvöld og þá tók Guðjón Valur Sigurðsson þátt í afar öruggum sigri Barcelona á botnliði spænsku úrvalsdeildarinnar. Það gekk ekki eins vel í frönsku úrvalsdeildinni þar sem öll þrjú Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í kvöld.Meistaradeild Evrópu:Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan sigur á Croatia Zagreb, 34-27, á heimavelli í kvöld. Steffen Weinhold skoraði níu mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig af fjórtán mögulegum. PSG kemur næst með átta stig en á leik til góða.Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kiel - Croatia Zagreb 34-27 D-riðill: Motor Zaporozhye - Pick Szeged 25-29Þýska úrvalsdeildin: Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen, ásamt línumanninum Bjarte Myrhol, með sex mörk er liðið hafði betur gegn Friesenheim, 30-22. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem heldur toppsæti þýsku deildarinnar. Ljónin eru nú með tveggja stiga forystu á Kiel sem á leik til góða.Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Bietigheim á útivelli og komst þar með upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með átján stig. Arnór Gunnarsson sokraði eitt mark fyrir Bergischer HC sem tapaði naumlega fyrir Hamburg á útivelli, 21-20. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu hjá Bergischer en sigurmark leiksins skoraði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg á lokasekúndunum. Bergischer er í ellefta sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig að loknum sextán leikjum.Úrslit kvöldsins: Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 22-30 Lemgo - Flensburg 26-30 Melsungen - Minden 35-25 Hamburg - Bergischer HC 21-20 Bietigheim - Füchse Berlin 22-24Danska úrvalsdeildin:KIF Kolding Köbenhavn vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn mætti liðið Team Tvis Holstebro og vann með fimm marka mun, 24-19. Aron Kristjánsson er þjálfari KIF sem er efst í deildinni með 27 stig af 28 mögulegum. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Álaborg sem vann SönderjyskE, 28-24. Álaborg er í þriðja sætinu með nítján stig Úrslit kvöldsins: Skjern - Ribe-Esbjerg 37-25 Team Tvis - KIF 19-24 Aalborg - SönderjyskE 28-24Franska úrvalsdeildin:Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Nimes sem tapaði fyrir Aix, 28-24, á heimavelli í kvöld. Ásgeir tók fjögur skot í leiknum.Arnór Atlason skoraði þrjú mörk úr átta skotum er Saint Raphael tapaði á útivelli fyrir Chambery, 29-26.Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk, öll af vítalínunni, er Selestat tapaði fyrir Toulouse, 26-22, á heimavelli. Snorri tók fimm skot utan af velli en klikkaði á öllum þeirra.Úrslit kvöldsins: Chambery - Saint Raphael 29-26 Nimes - Aix 24-28 Istres - Cesson Rennes 22-26 Selestat - Toulouse 22-26Spænska úrvalsdeildin:Barcelona kjöldró botnlið Gijon, 40-25, á heimavelli sínum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði alls sex mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki. Handbolti Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni með liðum sínum í evrópsku deildunum í handbolta í kvöld. Aron Kristjánsson og Alfreð Gíslason eru á góðu skriði með lið sín. Stefán Rafn Sigurmannsson fór mikinn er Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar í kvöld og þá tók Guðjón Valur Sigurðsson þátt í afar öruggum sigri Barcelona á botnliði spænsku úrvalsdeildarinnar. Það gekk ekki eins vel í frönsku úrvalsdeildinni þar sem öll þrjú Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í kvöld.Meistaradeild Evrópu:Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan sigur á Croatia Zagreb, 34-27, á heimavelli í kvöld. Steffen Weinhold skoraði níu mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig af fjórtán mögulegum. PSG kemur næst með átta stig en á leik til góða.Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kiel - Croatia Zagreb 34-27 D-riðill: Motor Zaporozhye - Pick Szeged 25-29Þýska úrvalsdeildin: Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen, ásamt línumanninum Bjarte Myrhol, með sex mörk er liðið hafði betur gegn Friesenheim, 30-22. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem heldur toppsæti þýsku deildarinnar. Ljónin eru nú með tveggja stiga forystu á Kiel sem á leik til góða.Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Bietigheim á útivelli og komst þar með upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með átján stig. Arnór Gunnarsson sokraði eitt mark fyrir Bergischer HC sem tapaði naumlega fyrir Hamburg á útivelli, 21-20. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu hjá Bergischer en sigurmark leiksins skoraði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg á lokasekúndunum. Bergischer er í ellefta sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig að loknum sextán leikjum.Úrslit kvöldsins: Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 22-30 Lemgo - Flensburg 26-30 Melsungen - Minden 35-25 Hamburg - Bergischer HC 21-20 Bietigheim - Füchse Berlin 22-24Danska úrvalsdeildin:KIF Kolding Köbenhavn vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn mætti liðið Team Tvis Holstebro og vann með fimm marka mun, 24-19. Aron Kristjánsson er þjálfari KIF sem er efst í deildinni með 27 stig af 28 mögulegum. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Álaborg sem vann SönderjyskE, 28-24. Álaborg er í þriðja sætinu með nítján stig Úrslit kvöldsins: Skjern - Ribe-Esbjerg 37-25 Team Tvis - KIF 19-24 Aalborg - SönderjyskE 28-24Franska úrvalsdeildin:Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Nimes sem tapaði fyrir Aix, 28-24, á heimavelli í kvöld. Ásgeir tók fjögur skot í leiknum.Arnór Atlason skoraði þrjú mörk úr átta skotum er Saint Raphael tapaði á útivelli fyrir Chambery, 29-26.Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk, öll af vítalínunni, er Selestat tapaði fyrir Toulouse, 26-22, á heimavelli. Snorri tók fimm skot utan af velli en klikkaði á öllum þeirra.Úrslit kvöldsins: Chambery - Saint Raphael 29-26 Nimes - Aix 24-28 Istres - Cesson Rennes 22-26 Selestat - Toulouse 22-26Spænska úrvalsdeildin:Barcelona kjöldró botnlið Gijon, 40-25, á heimavelli sínum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði alls sex mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki.
Handbolti Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira