Körfubolti

Sjáðu fólskulega árás Magnúsar Þórs

Grindvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson á yfir höfði sér leikbann eftir fólskulega árás á KR-inginn Brynjar Þór Björnsson í gær.

KR-ingar völtuðu yfir Grindvíkinga í gær og eitthvað virðist mótlætið hafa farið í taugarnar á Magnúsi. Hann tók það síðan út á Brynjari.

KR-ingurinn var að sækja hratt upp að körfu Grindvíkinga er Magnús lemur hann harkalega. Brynjar dettur síðan með látum í gólfið og virðist reka hnakkann í parketið. Magnús var að sjálfsögðu sendur beina leið í sturtu fyrir brotið.

Atvikið má sjá hér að ofan.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.