Körfubolti

Í annað sinn á árinu sem Magnús lemur Brynjar | Myndband

Magnúsi Þór Gunnarssyni Grindvíkingi virðist vera eitthvað illa við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson.

Vísir birti í kvöld myndskeið af því hvernig Magnús lemur Brynjar Þór illa í leik KR og Grindavíkur í gær.

Það þarf ekki að fara aftar en í febrúar á þessu ári til þess að rifja upp hvenær Magnús lamdi Brynjar síðast. Þá var Magnús leikmaður Keflavíkur og gaf Brynjari vænt högg í andlitið.

Magnús sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann baðst afsökunar. Sagðist hann þá ætla að læra af atvikinu. Hann virðist ekki hafa gert það.

Magnús Þór var dæmdur í eins leiks bann fyrir höggið fyrr á árinu og spurning hvernig aganefnd KKÍ tekur á þessu máli.

Hér að ofan má sjá höggið frá því í febrúar. Hér má sjá höggið í gær.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.