Lögmaður Haga segir ostamálið munu halda áfram Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 16:45 „Fyrir tæpri viku lagði ráðuneytið hins vegar til ótakmarkaðan og gjaldfrjálsan innflutning á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir ráðuneytið hafna beiðni Haga um viðbótartollkvóta fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum, sem og á lífrænum kjúklingi, þrátt fyrir að fyrir liggi að skortur sé á innlendum markaði á þessum vörum og nánast engin innlend framleiðsla á þeim. Þann 22. maí í fyrra gaf atvinnuvegaráðuneytið út reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á bæði smjöri og ostum. Var þar heimilað að flytja inn ákveðið magn sem lagður var á magntollur. Þrátt fyrir tilvist þessa tollkvóta á bæði smjör og osta var Mjólkursamsölunni veitt heimild í nóvember síðastliðnum til að flytja inn smjör án gjalda þegar ljóst var að skortur var á því á innlendum markaði þar sem innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins byggist synjun þess á því að heimilt sé að flytja inn umrædda vöru þrátt fyrir að það sé gert á háum gjöldum auk þess sem þess er getið að ráðherra sé óheimilt að fella niður tolla á einstakar vörur. „Fyrir tæpri viku lagði ráðuneytið hins vegar til ótakmarkaðan og gjaldfrjálsan innflutning á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Það var gert með þeim rökum að innlend framleiðsla stæði ekki undir eftirspurn eftir þessum vörum. Það sama á við um ákvarðanir um svínakjöt og fleiri vörur sem skortur hefur orðið á. Í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins frá því í gær segir að óheimilt sé að taka slíka ákvörðun um beiðni Haga þrátt fyrir að lítil eða engin framleiðsla sé á þessum vörum á hér á landi. „Það er ljóst að ráðuneytið hefur kosið að sniðganga fordæmisgefandi úrlausnir sínar. Þegar teknar eru sömu ákvarðanir um sambærilega aðila lætur ráðuneytið annan njóta velvildar sinnar og ívilnunar á meðan hinn þolir ólögmætar og íþyngjandi niðurstöður um sama efni,“ segir Páll. „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu. Hagar hafa hins vegar ekki notið jafnræðis enda er þessu erindi synjað á meðan sambærileg erindi annarra eru samþykkt. Þetta er mjög miður því hér tapa neytendur og hér tapar samkeppnin,“ segir Páll. Hann segir samkeppniseftirlitið telja að tollkvótar hafi í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem valdi bæði atvinnulífi og neytendum tjóni. Takmarkanir eða stýring á innflutningi hafi í för með sér takmörkun á frelsi í atvinnurekstri, sem leiði til hækkunar vöruverðs til neytenda og fari slíkt gegn markmiði samkeppnislaga. Að sama skapi telur embættið að reynslan sýni að fyrirkomulag landbúnaðarráðuneytisins á úthlutun tollkvóta hafi leitt af sér samráð við gerð tilboða enda felist í slíku kerfi hvati fyrirtækja til að samræma tilboð í þeim tilgangi að lækka innkaupakostnað. Tollkvótar hafi auk þess í för með sér aðgangshindrun fyrir nýja aðila sem vilja hasla sér völl í innflutningi á kjöti og ostum. Þá hefur eftirlitið lagt til að Alþingi beiti sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum. Þetta komi fram í erindi Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis. Páll segir málinu ekki lokið. „Þetta eru auðvitað ákveðin vonbrigði enda töldum við allar líkur á því að ráðuneytið kæmist að lögfræðilega réttri niðurstöðu. Það verður hins vegar ekki lagst í kör. Málið heldur áfram og það verður ekkert hætt fyrr en hin lögleg niðurstaða liggur fyrir.“ Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga, segir ráðuneytið hafna beiðni Haga um viðbótartollkvóta fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum, sem og á lífrænum kjúklingi, þrátt fyrir að fyrir liggi að skortur sé á innlendum markaði á þessum vörum og nánast engin innlend framleiðsla á þeim. Þann 22. maí í fyrra gaf atvinnuvegaráðuneytið út reglugerð um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á bæði smjöri og ostum. Var þar heimilað að flytja inn ákveðið magn sem lagður var á magntollur. Þrátt fyrir tilvist þessa tollkvóta á bæði smjör og osta var Mjólkursamsölunni veitt heimild í nóvember síðastliðnum til að flytja inn smjör án gjalda þegar ljóst var að skortur var á því á innlendum markaði þar sem innlend framleiðsla annaði ekki eftirspurn. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins byggist synjun þess á því að heimilt sé að flytja inn umrædda vöru þrátt fyrir að það sé gert á háum gjöldum auk þess sem þess er getið að ráðherra sé óheimilt að fella niður tolla á einstakar vörur. „Fyrir tæpri viku lagði ráðuneytið hins vegar til ótakmarkaðan og gjaldfrjálsan innflutning á kartöflum og hvítkáli,“ segir Páll Rúnar. Það var gert með þeim rökum að innlend framleiðsla stæði ekki undir eftirspurn eftir þessum vörum. Það sama á við um ákvarðanir um svínakjöt og fleiri vörur sem skortur hefur orðið á. Í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins frá því í gær segir að óheimilt sé að taka slíka ákvörðun um beiðni Haga þrátt fyrir að lítil eða engin framleiðsla sé á þessum vörum á hér á landi. „Það er ljóst að ráðuneytið hefur kosið að sniðganga fordæmisgefandi úrlausnir sínar. Þegar teknar eru sömu ákvarðanir um sambærilega aðila lætur ráðuneytið annan njóta velvildar sinnar og ívilnunar á meðan hinn þolir ólögmætar og íþyngjandi niðurstöður um sama efni,“ segir Páll. „Jafnræðisreglan leiðir til þess að fólk má gera ráð fyrir því að mál þeirra fái sömu meðferð hjá stjórnvaldinu og mál sambærilegra aðila í sömu stöðu. Hagar hafa hins vegar ekki notið jafnræðis enda er þessu erindi synjað á meðan sambærileg erindi annarra eru samþykkt. Þetta er mjög miður því hér tapa neytendur og hér tapar samkeppnin,“ segir Páll. Hann segir samkeppniseftirlitið telja að tollkvótar hafi í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem valdi bæði atvinnulífi og neytendum tjóni. Takmarkanir eða stýring á innflutningi hafi í för með sér takmörkun á frelsi í atvinnurekstri, sem leiði til hækkunar vöruverðs til neytenda og fari slíkt gegn markmiði samkeppnislaga. Að sama skapi telur embættið að reynslan sýni að fyrirkomulag landbúnaðarráðuneytisins á úthlutun tollkvóta hafi leitt af sér samráð við gerð tilboða enda felist í slíku kerfi hvati fyrirtækja til að samræma tilboð í þeim tilgangi að lækka innkaupakostnað. Tollkvótar hafi auk þess í för með sér aðgangshindrun fyrir nýja aðila sem vilja hasla sér völl í innflutningi á kjöti og ostum. Þá hefur eftirlitið lagt til að Alþingi beiti sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum. Þetta komi fram í erindi Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis. Páll segir málinu ekki lokið. „Þetta eru auðvitað ákveðin vonbrigði enda töldum við allar líkur á því að ráðuneytið kæmist að lögfræðilega réttri niðurstöðu. Það verður hins vegar ekki lagst í kör. Málið heldur áfram og það verður ekkert hætt fyrr en hin lögleg niðurstaða liggur fyrir.“
Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira