Baráttan gegn brottfalli Dagný Broddadóttir og Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breytingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kallast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum samanburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í framhaldsskóla. Helstu rök núverandi menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhaldsskólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytisins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildarlöndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska menntamálaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum.Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir innrituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingarreglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Ríkisútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskólanema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneytið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brottfalli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nemendum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvítbók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðning og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harkalegur uppskurður á framhaldsskólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur menntamálaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breytingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kallast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum samanburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í framhaldsskóla. Helstu rök núverandi menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhaldsskólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytisins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildarlöndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska menntamálaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum.Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðuneytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir innrituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingarreglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Ríkisútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskólanema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneytið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brottfalli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nemendum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvítbók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðning og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harkalegur uppskurður á framhaldsskólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar