Harkaleg viðbrögð gagnvart Icelandair Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. ágúst 2014 11:24 Velta með bréf í Icelandair Group nam um 1.150 milljónum króna á fyrstu tveimur dögum vikunnar. Vísir/Pjetur Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Sjá meira
Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið verulega frá mánudagsmorgni. Það var 18,25 á hlut á mánudagsmorgunn en um 17,7 í gær. Greinendur á markaði eru sammála um að fréttir af mögulegu gosi í Bárðarbungu hafi þar áhrif.Click here to see an English version. „Fyrir mér eru þetta of sterk viðbrögð. Mér finnst eins og menn séu að horfa of mikið á að það yrði hugsanlega talverður kostnaður til skemmri tíma við að það félli niður flug og fleira við gos og e.t.v. í framhaldi af því. En lengri tíma áhrif gætu verið mjög jákvæð fyrir Icelandair og ferðamannagreinina. Það er eins og þeir sem eru að selja horfi fram hjá því að gosið í Eyjafjallajökli virtist stórauka ferðamannastrauminn til Íslands þegar lengra leið frá,“ segir Jóhann Viðar Ívarsson, hlutabréfagreinandi hjá IFS greiningu. Jóhann segist telja að það hafi fyrst og fremst verið minni fjárfestar sem hafi selt bréf frá því á mánudagsmorgun. Veltan væri líklega meiri ef fagfjárfestar hefðu verið að selja að einhverju marki og það væri þekkt að minni fjárfestar hafi meiri tilhneigingu til að bregðast hart við einstökum fréttum með kaupum eða sölu en fagfjárfestar. Sveinn Þórarinsson hjá Hagfræðideild Landsbankans segir að þessi mikla lækkun komi nokkuð á óvart. Hann segir ekkert hægt að áætla um áhrif goss á rekstur Icelandair, en menn horfi til sögunnar, síðasta goss og fleira. „Það er í raun engan veginn hægt að meta einhver áhrif. Menn vita ekki hvort af eldgosi verður, hvenær, hversu mikið, hvert askan fer, hvernig veðráttan verður. En allavega virðast menn verðleggja Icelandair eins og það verði eldgos,“ segir hann. Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningadeild Arion banka bendir á að jafnvel þótt langtímaáhrif af gosinu í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi verið jákvæð hafi menn eðlilega varann á. Strax eftir gosið í Eyjafjallajökli hafi Icelandair sent frá sér tilkynningu um að beinn kostnaður vegna gossins hefði numið 1,5 milljörðum. Stefán Broddi segir það athyglisvert að umræðan um mögulegt stórt eldgos á Íslandi virðist ekki hafa haft nein áhrif á verð hluta í evrópskum flugfélögum, þrátt fyrir töluverða umfjöllun í erlendum miðlum. „Þar eru menn uppteknari af olíuverði og alþjóðastjórnmálum og virðast ekki reikna með öðrum Eyjafjallajökli,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Sjá meira