Þrítugur maður opnar vinnslustöð í Borgarnesi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. maí 2014 11:34 Til vinstri er húsnæði vinnslustöðvarinnar, til hægri er Davíð úti á sjó. Hinn þrítugi Davíð Freyr Jónsson opnar í dag vinnslustöð í Borgarnesi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davíð haslað sér völl í sjávarútveginum og á fyrirtæki hans tvo báta. „Við vorum fyrst mest í makrílnum en höfum síðan beint kastljósi okkar að krabba- og skelfiskveiðum og erum bara nokkuð efnilegir í því. Útgerðin okkar heitir Artic Seafood og við erum með tvo báta, annan fimmtán tonna og hinn níu tonna,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Davíð er forsprakki hóps opnar vinnsluna. Í húsnæði vinnslustöðvarinnar verður frumkvöðlasetur einnig starfrækt og opnar það einnig í dag. „Já, þetta er samstarfsverkefni ýmissa aðila. Þeir sem standa að frumkvöðlasetrinu eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Atvinnuráðgjöf vesturlands, Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Matís, Íslenski sjávarklasinn og svo vinnslan okkar sem heitir Whole Seafood,“ útskýrir Davíð. Frumkvöðlasetrið kallast Matarsmiðjan.Og þú ert svolítill frumkvöðull í þér? „Það má alveg segja það svosem. Ég hef mikinn áhuga á þessum málum allavega.“En af hverju sjávarútvegurinn? „Í stuttu máli: Tækifæri. Þetta er spenanndi vettvangur.“Davíð skellir sér sjálfur á sjó og hefur gengið vel að veiða makríl.Fer sjálfur út sjó Davíð er duglegur við að fara út á sjó sjálfur. „Já, mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég er líka með þrjá sjómenn í vinnu,“ útskýrir hann. Í vinnslunni sem opnar í dag verður unnið með Makríl, skelfisk og krabbategundum auk aukafurða af bolfisk. Frumkvöðlasetrið er hugsað sem vettvangur fyrir frumkvöðla og vöruþróunar eða smáframleiðslu á allskyns matvælum eða tengdum afurðum, eins og snyrtivörum. Auk þessverður annað frumkvöðlasetur opnað í Borgarnesi í dag. Það frumkvöðlasetur kallast Hugheimar og er markmiðið með opnun þess að veita frumkvöðlum aðgang að aðstöðu og fjölbreyttum hópi sérfræðinga á vegum samstarfaðila. „Markmiðið er að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örvun nýsköpunar og vesturlandi,“ eins og segir í tilkynningu.Hér má sjá inn í vinnslustöðina sem opnar í dag.Mörg tækifæri í Borgarnesi Vinnslan sem Davíð opnar í dag er tvö þúsund fermetrar. „Reksturinn er auðvitað að slíta barnskónum. Við erum að sjá hversu mikið umfangið verður til framtíðar,“ útskýrir hann.En af hverju Borgarnes? „Borgarnes er umferðarstöð fyrir fiskflutninga á landinu. Ótrúlega mikið af fiski er flutt í gegnum Borgarnes. Svo er töluvert að fagmenntuðu fólki í bænum. Þar er hefð og þekking fyrir framleiðslu á matvælum . Síðan má segja að þetta hús hafi bara hentað fullkomlega fyrir reksturinn okkar.“ Í dag er svokallaður frumkvöðladagur í Borgarnesi. Hugheimar opna klukkan 16:30 og Matarsmiðjan, frumkvöðlasetrið í vinnslunni í eigu Davíðs og félaga, verður opnað 17:30. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Hinn þrítugi Davíð Freyr Jónsson opnar í dag vinnslustöð í Borgarnesi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Davíð haslað sér völl í sjávarútveginum og á fyrirtæki hans tvo báta. „Við vorum fyrst mest í makrílnum en höfum síðan beint kastljósi okkar að krabba- og skelfiskveiðum og erum bara nokkuð efnilegir í því. Útgerðin okkar heitir Artic Seafood og við erum með tvo báta, annan fimmtán tonna og hinn níu tonna,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Davíð er forsprakki hóps opnar vinnsluna. Í húsnæði vinnslustöðvarinnar verður frumkvöðlasetur einnig starfrækt og opnar það einnig í dag. „Já, þetta er samstarfsverkefni ýmissa aðila. Þeir sem standa að frumkvöðlasetrinu eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Atvinnuráðgjöf vesturlands, Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Matís, Íslenski sjávarklasinn og svo vinnslan okkar sem heitir Whole Seafood,“ útskýrir Davíð. Frumkvöðlasetrið kallast Matarsmiðjan.Og þú ert svolítill frumkvöðull í þér? „Það má alveg segja það svosem. Ég hef mikinn áhuga á þessum málum allavega.“En af hverju sjávarútvegurinn? „Í stuttu máli: Tækifæri. Þetta er spenanndi vettvangur.“Davíð skellir sér sjálfur á sjó og hefur gengið vel að veiða makríl.Fer sjálfur út sjó Davíð er duglegur við að fara út á sjó sjálfur. „Já, mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég er líka með þrjá sjómenn í vinnu,“ útskýrir hann. Í vinnslunni sem opnar í dag verður unnið með Makríl, skelfisk og krabbategundum auk aukafurða af bolfisk. Frumkvöðlasetrið er hugsað sem vettvangur fyrir frumkvöðla og vöruþróunar eða smáframleiðslu á allskyns matvælum eða tengdum afurðum, eins og snyrtivörum. Auk þessverður annað frumkvöðlasetur opnað í Borgarnesi í dag. Það frumkvöðlasetur kallast Hugheimar og er markmiðið með opnun þess að veita frumkvöðlum aðgang að aðstöðu og fjölbreyttum hópi sérfræðinga á vegum samstarfaðila. „Markmiðið er að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örvun nýsköpunar og vesturlandi,“ eins og segir í tilkynningu.Hér má sjá inn í vinnslustöðina sem opnar í dag.Mörg tækifæri í Borgarnesi Vinnslan sem Davíð opnar í dag er tvö þúsund fermetrar. „Reksturinn er auðvitað að slíta barnskónum. Við erum að sjá hversu mikið umfangið verður til framtíðar,“ útskýrir hann.En af hverju Borgarnes? „Borgarnes er umferðarstöð fyrir fiskflutninga á landinu. Ótrúlega mikið af fiski er flutt í gegnum Borgarnes. Svo er töluvert að fagmenntuðu fólki í bænum. Þar er hefð og þekking fyrir framleiðslu á matvælum . Síðan má segja að þetta hús hafi bara hentað fullkomlega fyrir reksturinn okkar.“ Í dag er svokallaður frumkvöðladagur í Borgarnesi. Hugheimar opna klukkan 16:30 og Matarsmiðjan, frumkvöðlasetrið í vinnslunni í eigu Davíðs og félaga, verður opnað 17:30.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun