Töldu viðskiptalegar forsendur að baki Aurum láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 19:44 Aðalmeðferð í Aurum málinu mun standa yfir fram í miðjan maí. Vísir/GVA „Mér hefur verið sagt að hann hafi staðfest þetta,“ sagði Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi lánastjóri hjá Glitni banka við aðalmeðferð Aurum Holding-málsins í dag. Vísaði hún þar til þess að upphafsstafir Rósants Más Torfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, eru skráðir á fundargerð áhættunefndar bankans þar sem lánið er formlega samþykkt. Rósant hafnaði því í sínum vitnisburði í dag að hafa veitt þetta samþykki, hann hefði ekki getað það þar sem hann var staddur á norðanverðum Vestfjörðum - utan síma- og netssambands. Guðný, sem ritaði fundargerðina, sagðist ekki vita hver hefði sagt henni að Rósant væri búinn að veita þetta samþykki, en ásamt Rósant eru tveir hinna ákærðu, Lárus Welding og Magnús Arnar Angrímsson skráðir fyrir samþykkinu. Rósant sagði ennfremur í málinu í dag að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn lánveitingunni hefði það ekki verið á þeim grundvelli að hún væri andstæð reglum bankans eða landslögum. Hann taldi hins vegar að verið væri að taka hlutabréfaáhættu og að réttast væri að stjórn bankans tæki ákvörðun um lánveitinguna - það væri rétta leiðin fyrir þetta mál. Bæði Rósant og Guðnýju hefur, ásamt ákærðu í málinu utan Bjarna Jóhannessonar, verið stefnt í einkamáli af slitastjórn Glitnis, þar sem slitastjórnin krefst sex milljarða króna skaðabóta vegna málsins. Auk Guðnýjar og Rósant gaf skýrslu eftir hádegi í dag Daði Hannesson, fyrrverandi sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann gerði verðmat á Aurum Holding innan Glitnis þar sem hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef allar áætlanir í rekstri Aurum Holding stæðust væri félagið 190 til 200 milljóna punda virði, en áætlaði einnig að ef sú upphæð væri færð niður væri félagið 110 milljón punda virði. Sérstaklega er tekist á um hvert rétt verðmat var á félaginu en nokkrar útfærslur á virði þess hafa litið dagsins ljós við aðalmeðferðina. Þá gaf skýrslu Gunnar Snævar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Hann kom að samningaviðræðum við félagið Damas um kaup þeirra á Aurum. Hann lýsti því ferli nokkuð nákvæmlega, forsvarsmenn Damas hafi verið spenntir fyrir Aurum og séð hag í því að eignast hlut í félaginu. Hann lýsti einnig aðdraganda þess að ekkert varð úr kaupum Damas á Aurum, en Gunnar sagðist aldrei hafa fengið formlega skýringu á því hvers vegna ekki varð af kaupunum.Þórólfur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi var einn af þeim síðustu til að gefa skýrslu í dag. Hann var einn af þeim fyrstu sem kom að viðræðum Damas og Aurum og sótti fundi milli félaganna í upphafi. Kaupþing vann verðmat á Aurum, í umboði bæði Baugs og Aurum að sögn Þórólfs, en þar var félagið metið á 121 milljón punda. Aðspurður hvernig 100 milljón punda viðmiðið í samskiptum félaganna á virði Aurum hefði komið til sagði Þórólfur það hefði verið kynnt félaginu mjög snemma í ferlinu að Baugur teldi félagið hið minnsta þess virði. „Það var gert mjög skýrt grein fyrir því að til að af þessu yrði yrði það að vera talan. Það var krafa seljandans til að þessar viðræður gætu farið eitthvað áfram að gagnaðilinn viðurkenndi að þetta væri að lágmarki virði félagsins,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að að full alvara hefði verið á bak við viðræðurnar, en sérstakur saksóknari hefur meðal annars haldið því fram að engar viðskiptalegar forsendur stæðu að baki lánveitingunni. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Mér hefur verið sagt að hann hafi staðfest þetta,“ sagði Guðný Sigurðardóttir fyrrverandi lánastjóri hjá Glitni banka við aðalmeðferð Aurum Holding-málsins í dag. Vísaði hún þar til þess að upphafsstafir Rósants Más Torfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, eru skráðir á fundargerð áhættunefndar bankans þar sem lánið er formlega samþykkt. Rósant hafnaði því í sínum vitnisburði í dag að hafa veitt þetta samþykki, hann hefði ekki getað það þar sem hann var staddur á norðanverðum Vestfjörðum - utan síma- og netssambands. Guðný, sem ritaði fundargerðina, sagðist ekki vita hver hefði sagt henni að Rósant væri búinn að veita þetta samþykki, en ásamt Rósant eru tveir hinna ákærðu, Lárus Welding og Magnús Arnar Angrímsson skráðir fyrir samþykkinu. Rósant sagði ennfremur í málinu í dag að þrátt fyrir að hann hafi verið mótfallinn lánveitingunni hefði það ekki verið á þeim grundvelli að hún væri andstæð reglum bankans eða landslögum. Hann taldi hins vegar að verið væri að taka hlutabréfaáhættu og að réttast væri að stjórn bankans tæki ákvörðun um lánveitinguna - það væri rétta leiðin fyrir þetta mál. Bæði Rósant og Guðnýju hefur, ásamt ákærðu í málinu utan Bjarna Jóhannessonar, verið stefnt í einkamáli af slitastjórn Glitnis, þar sem slitastjórnin krefst sex milljarða króna skaðabóta vegna málsins. Auk Guðnýjar og Rósant gaf skýrslu eftir hádegi í dag Daði Hannesson, fyrrverandi sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann gerði verðmat á Aurum Holding innan Glitnis þar sem hann komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ef allar áætlanir í rekstri Aurum Holding stæðust væri félagið 190 til 200 milljóna punda virði, en áætlaði einnig að ef sú upphæð væri færð niður væri félagið 110 milljón punda virði. Sérstaklega er tekist á um hvert rétt verðmat var á félaginu en nokkrar útfærslur á virði þess hafa litið dagsins ljós við aðalmeðferðina. Þá gaf skýrslu Gunnar Snævar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs. Hann kom að samningaviðræðum við félagið Damas um kaup þeirra á Aurum. Hann lýsti því ferli nokkuð nákvæmlega, forsvarsmenn Damas hafi verið spenntir fyrir Aurum og séð hag í því að eignast hlut í félaginu. Hann lýsti einnig aðdraganda þess að ekkert varð úr kaupum Damas á Aurum, en Gunnar sagðist aldrei hafa fengið formlega skýringu á því hvers vegna ekki varð af kaupunum.Þórólfur Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings á Íslandi var einn af þeim síðustu til að gefa skýrslu í dag. Hann var einn af þeim fyrstu sem kom að viðræðum Damas og Aurum og sótti fundi milli félaganna í upphafi. Kaupþing vann verðmat á Aurum, í umboði bæði Baugs og Aurum að sögn Þórólfs, en þar var félagið metið á 121 milljón punda. Aðspurður hvernig 100 milljón punda viðmiðið í samskiptum félaganna á virði Aurum hefði komið til sagði Þórólfur það hefði verið kynnt félaginu mjög snemma í ferlinu að Baugur teldi félagið hið minnsta þess virði. „Það var gert mjög skýrt grein fyrir því að til að af þessu yrði yrði það að vera talan. Það var krafa seljandans til að þessar viðræður gætu farið eitthvað áfram að gagnaðilinn viðurkenndi að þetta væri að lágmarki virði félagsins,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að að full alvara hefði verið á bak við viðræðurnar, en sérstakur saksóknari hefur meðal annars haldið því fram að engar viðskiptalegar forsendur stæðu að baki lánveitingunni.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefndar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. 7. apríl 2014 11:24
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41