Íslandsbanki braut lög Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2014 09:48 Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“ Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira