Íslandsbanki braut lög Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2014 09:48 Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“ Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Íslandsbanki hefur brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán við upplýsingagjöf á verðtryggðu húnsæðisveðláni. Neytendastofa tók ákvörðun um þetta fyrir helgi eftir að hafa borist kvörtun frá neytenda sem tók yfir verðtryggt lán árið 2006. Sá taldi Íslandsbanka ekki hafa staðið við upplýsingaskyldu sína með því að gera ekki ráð fyrir verðbótum í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. Né útreikningi á heildarlántökukostnaði og við gerð greiðsluáætlunar. Þar að auki taldi neytandinn að bankanum hefði ekki verið heimilt að breyta vöxtum þar sem í fyrirsögn bréfsins stóð „Fastir vextir.“ Við upplýsingagjöf Íslandsbanka á útreikningi árlegs hlutfallstölu kostnaðar voru færð inn 0% undir þann kostnaðarþátt. Það segir Neytendastofa vera óheimilt og í andstöðu við lög um neytendalán. Bankinn hafi því brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með því að upplýsa ekki með fullnægjandi hætti um þennan kostnaðarlið við lántökuna. Þá taldi Neytendastofa vaxtaendurskoðunarákvæði samningsins fullnægjandi, þrátt fyrir að í titli veðskuldabréfsins hafi staðið „Fastir vextir“. Í erindi neytandans voru einnig færð rök fyrir því að verðtrygging neytendalána teldist til óréttmæta viðskiptahátta. Neytendastofa telur svo ekki vera, enda hafi verðtrygging verið leyfð með lögum frá árinu 1979. Neytendastofa hefur einungis heimild til þess að taka ákvörðun um hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum laganna. Hvernig fara skuli með samninginn í kjölfar ákvörðunarinnar verða aðilar að leysa sín á milli með samkomulagi fyrir úrskurðanefnd í viðskiptum við fjármálafyrirtæki eða eftir atvikum að fela dómstólum að leysa úr slíkri kröfu. Ákvörðun Neytendastofu má sjá hér. Íslandsbanki er efnislega sammála niðurstöðunni og hyggst áfrýja málinu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Í tilkynningu frá bankanum segir að í lögum um neytendalán segi að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skuli reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. „Fyrir gildistöku nýrra laga um Neytendalán árið 2013 byggði Íslandsbanki framkvæmd sína við veitingu verðtryggðra lána á þeirri túlkun orðanna „óbreytt verðlag“ í 12. grein laga um neytendalán að gera ætti ráð fyrir óbreyttri vísitölu neysluverðs. Í ákvörðun sinni túlkar Neytendastofa fyrirmæli greinarinnar þannig að gera skuli ráð fyrir sömu verðbólgu og var þann mánuð sem lánið var veitt. Þeirri túlkun er bankinn ósammála.“
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira