Vilja geta svarað kaupendum sem eru tilbúnir að greiða hærra verð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2014 21:00 Forstjóri Landsvirkjunar segir að fjöldi gagnavera og kísilvera óski nú eftir orkukaupum og þau séu tilbúin að greiða hærra verð. Því sé mikilvægt að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvar megi virkja. Hvellur varð á Alþingi í gær þegar upplýstist að stjórnarforystan vildi færa átta virkjunarkosti yfir í nýtingarflokk. Af þeim er Landsvirkjun að biðja um sjö. „Það sem við erum aðallega að kalla eftir er að fá skýrar línur,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri í samtali við Stöð 2. Hann sagði það hlutverk stjórnmálamannanna að ákveða hvaða svæði mætti þróa. Umtalsverð eftirspurn væri núna og orkufyrirtæki þyrftu að fá skýr svör hvernig þau gætu unnið gagnvart þessum viðskiptavinum. Allir virkjunarkostirnir eru sunnan heiða, flestir á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, en Hörður segir að einungis þrír þeirra séu langt komnir í undirbúningi. Sumir væru komnir það skammt á veg að ljóst væri að það myndi taka að minnsta kosti 3-4 ár að fara í þá, eins og Skrokköldu, Hágöngur og Hólmsá. Suma af kostunum í neðri Þjórsá væri aftur á móti hægt að fara í á 1-2 árum. En er Landsvirkjun að hugsa um að afla orku í sæstreng eða kannski í álver í Helguvík? „Nei, alls ekki. Sæstrengurinn er allt annað mál. Við erum að hugsa um þessa eftirspurn sem við erum að horfa á núna, sem er fyrst og fremst frá þessum kísilmálmfyrirtækjum. Það eru þrjú kísilmálmfyrirtæki, sem eru langt komin í undirbúningi hér. Síðan er líka umtalsverður fjöldi gagnavera sem er að banka á dyr og hafa áhuga, og við erum að horfa til þeirra þegar við horfum á þessa orku.“ Og forstjórinn sér líka hagnaðarvon: „Þessi fyrirtæki eru líka tilbúin að borga hærra verð en við höfum séð.“ Hörður segir erfitt að meta hver þjóðhagsleg áhrif yrðu af slíkum virkjanaframkvæmdum. Þau gætu orðið umtalsverð, sérstaklega þegar verðin hækka. „Þá eru líka að myndast umtalsverðir fjármunir í Landsvirkjun sem við höfum notað til að greiða niður skuldir og fjárfesta frekar. Þannig að þetta getur haft mjög jákvæð áhrif.“ Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna efast um að málatilbúnaður stjórnarmeirihlutans varðandi virkjanakosti standist lög um rammaáætlun. 28. nóvember 2014 13:03 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir að fjöldi gagnavera og kísilvera óski nú eftir orkukaupum og þau séu tilbúin að greiða hærra verð. Því sé mikilvægt að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvar megi virkja. Hvellur varð á Alþingi í gær þegar upplýstist að stjórnarforystan vildi færa átta virkjunarkosti yfir í nýtingarflokk. Af þeim er Landsvirkjun að biðja um sjö. „Það sem við erum aðallega að kalla eftir er að fá skýrar línur,“ sagði Hörður Arnarson forstjóri í samtali við Stöð 2. Hann sagði það hlutverk stjórnmálamannanna að ákveða hvaða svæði mætti þróa. Umtalsverð eftirspurn væri núna og orkufyrirtæki þyrftu að fá skýr svör hvernig þau gætu unnið gagnvart þessum viðskiptavinum. Allir virkjunarkostirnir eru sunnan heiða, flestir á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, en Hörður segir að einungis þrír þeirra séu langt komnir í undirbúningi. Sumir væru komnir það skammt á veg að ljóst væri að það myndi taka að minnsta kosti 3-4 ár að fara í þá, eins og Skrokköldu, Hágöngur og Hólmsá. Suma af kostunum í neðri Þjórsá væri aftur á móti hægt að fara í á 1-2 árum. En er Landsvirkjun að hugsa um að afla orku í sæstreng eða kannski í álver í Helguvík? „Nei, alls ekki. Sæstrengurinn er allt annað mál. Við erum að hugsa um þessa eftirspurn sem við erum að horfa á núna, sem er fyrst og fremst frá þessum kísilmálmfyrirtækjum. Það eru þrjú kísilmálmfyrirtæki, sem eru langt komin í undirbúningi hér. Síðan er líka umtalsverður fjöldi gagnavera sem er að banka á dyr og hafa áhuga, og við erum að horfa til þeirra þegar við horfum á þessa orku.“ Og forstjórinn sér líka hagnaðarvon: „Þessi fyrirtæki eru líka tilbúin að borga hærra verð en við höfum séð.“ Hörður segir erfitt að meta hver þjóðhagsleg áhrif yrðu af slíkum virkjanaframkvæmdum. Þau gætu orðið umtalsverð, sérstaklega þegar verðin hækka. „Þá eru líka að myndast umtalsverðir fjármunir í Landsvirkjun sem við höfum notað til að greiða niður skuldir og fjárfesta frekar. Þannig að þetta getur haft mjög jákvæð áhrif.“
Tengdar fréttir Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00 Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna efast um að málatilbúnaður stjórnarmeirihlutans varðandi virkjanakosti standist lög um rammaáætlun. 28. nóvember 2014 13:03 „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Átta virkjanakostir í nýtingarflokk Formaður atvinnuveganefndar tilkynnti á fundi nefndarinnar gær að auk Hvammsvirkjunar yrðu sjö nýir virkjanakostir færðir úr biðflokki í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir komið aftan að sér og farið á svig við lög um rammaáætlun og vinnu verkefnastjórnar. 28. nóvember 2014 07:00
Formaður VG efast um að virkjanamálið standist lög Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna efast um að málatilbúnaður stjórnarmeirihlutans varðandi virkjanakosti standist lög um rammaáætlun. 28. nóvember 2014 13:03
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15