Costco skrefinu nær með orkusöluleyfi Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2014 13:37 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir orkusölu Costco með skilyrðum. Samtök verslunar og þjónustu fagna því ef frjálsræði eykst í verslun með innflutningi á kjöti og áfengissölu í verslunum. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bandaríska verslunarfyrirtækið Costco fái að setja upp orkusölustöð við Korputorg. Fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu greiddi einn atkvæði á móti. Samtök Verslunar og þjónustu fagna auknu frjálsræði í viðskiptum en segja að það verði þá að ná til allra fyrirtækja. Korputorg ehf. lagði fyrirspurn fyrir umhverfis- og skipulagsráð varðandi byggingu sjálfsafgreiðslustöðvar eða fjölorkustöðvar við Korputorg. Ráðið tók afstöðu til fyrirspurnarinnar í gær. Fulltrúar allra flokka í ráðinu nema fulltrúi Vinstri grænna gerðu ekki athugasemdir við að fyrirpyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verði auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur hins vegar áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Með þessu virðist Costco vera komið einu skrefi nær því að hefja starfsemi hér á landi en fyrirtækið leggur áherslu á að geta selt eldsneyti. En fyrirtækið vill einnig fá að selja áfengi, flytja inn lyf og kjöt frá Bandaríkjunum, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra hefur tekið jákvætt í breytingar á lögum hvað þessi mál varðar. Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fagna þessum breytingum nái þær fram að ganga. Þetta séu áherslur sem samtökin hafi barist fyrir í mörg ár. „Þarna eru t.d. merkingamál, þarna eru landbúnaðarkerfið, áfengislöggjöf, lyfjalöggjöf og þetta eru mál sem við höfum lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Við hljótum að fgana því að tekið sé jákvætt í breytingar á þessu sviði og til stuðnings við kröfur okkar,“ segir Lárus. Hins vegar sé ekki rétt að gera þessar breytingar með undanþágu til eins fyrirtækis í verslun. „Það þyrfti að gera almennar breytingar enda er ekki unnt að veita undanþágur í þágu eins fyrirtækis. Þá myndu þessar undanþágur vissulega eiga við um öll fyrirtæki. Við fögnum þó enn og aftur að þessar undanþágur verði veittar, verði þæt veittar,“ segir Lárus.Sýnist þér að með þessu séum við að færast nær því að rýmka til í löggjöfinni varðandi áfengissölu og innflutning á kjöti t.d?„Að óbreyttu lítur þetta þannig út að þarna verði aukið frjálsræði í viðskiptum og um leið aukin samkeppni og afnumdar þær hömlur sem hafa verið þyrnir í augum fyrirtækja hér á landi,“ segir Lárus. Það komi þó vissulega á óvart ef þessar breytingar beri að með þessum hætti, með erindi Costco, en samtökin fagni þessum breytingum. „Þá er nú saman hvaðan þær koma svo lengi sem þær skili tilætluðum árangri,“ segir Lárus Ólafsson lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira