Útgerðarfyrirtækið Vísir hf. hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um meintar ívilnanir til fyrirtækisins.
Fjallað var um málið á Vísi í gær en þar kom fram að Vísir hf. hafi hlotið um 1.300 tonn í byggðakvóta frá Þingeyri frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Tonnin 1.300 jafngilda um 11-17 milljónum króna á ári ef miðað er við leiguverð á þorsktonni árið 2000. Samanlagt yfir 14 ára tímabil eru þetta 130-190 milljónir í rekstrarlegan styrk frá Ísafjarðarbæ.
Fram kemur í yfirlýsingunni að fyrirtækið vilji árétta að það rúmlega tuttugufaldaði þann kvóta sem úthlutað var til byggðarlagsins og útgerðinni var falið að afla á árunum 2000 til dagsins í dag.
„Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að á síðustu þrettán árum hefur fyrirtækið lagt samfélaginu til veruleg verðmæti þar sem hlutur byggðakvótans var hverfandi. Eins og nafnið gefur til kynna er byggðakvóta úthlutað til eins árs í senn til byggðarlaga sem síðan skipta þeim kvóta niður á fiskiskip. Útgerðir þeirra skuldbinda sig á móti til þess að leggja fram annað eins af eigin kvóta og landa sem nemur tvöföldum byggðakvóta í viðkomandi byggðarlagi.“
Fram kom í fjölmiðlum í gær að fyrirtækið hefði aflað 1.300 tonnum af úthlutuðum kvóta til byggðarlagsins á 13 árum, eða 100 tonnum að jafnaði á ári.
„Á sama tíma lagði fyrirtækið til um 30.000 tonnum af fiski sem unnin voru í frystihúsi fyrirtækisins á Þingeyri,“ segir í yfirlýsingunni.
„Fyrirtækið hefur lagt samfélaginu til veruleg verðmæti"
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Arion og Kvika í samrunaviðræður
Viðskipti innlent


Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent


Lofar bongóblíðu við langþráð langborð
Viðskipti innlent