„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2014 15:41 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans við aðalmeðferð Imon málsins í dag. Vísir/Stefán „Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
„Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira