Öll hálfnuðu verkin sem samt eru hafin ... Guðni Gunnarsson skrifar 20. júlí 2014 08:48 mynd/getty „Hálfnað er verk þá hafið er.“ Þessi staðhæfing getur alveg verið sönn. Um leið og við heitbindum okkur inn í skriflegt og tímasett markmið sem byggir á tilgangi erum við langt komin og þegar lögð af stað. En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? Því að líf okkar er uppfullt af „góðum“ ásetningi um að bæta okkur á ýmsum sviðum lífsins – komast í betra form, hafa meira samband við vini og fjölskyldu, þrífa bílinn oftar, lesa meira. Listinn er ótæmandi.Ef ég tel mig sannarlega vilja komast í betra form og tek fyrsta skrefið með því að kaupa árskort í ræktina ... af hverju vel ég að hætta að mæta eftir þrjá mánuði?Fyrir þessu eru tvær ástæður:Fyrri ástæðan er skortur á innistæðu. Við gerum aðeins það sem við teljum okkur hafa heimild til að gera. Heimildin byggist á getu okkar til að þiggja ást og velsæld. Enginn fer umfram sína eigin heimild – hún er lykillinn að velsældinni.Síðari ástæðan er skortur á tilgangi. Um leið og ég set niður fyrir mér af hverju ég vil stunda líkamsrækt reglulega þá geri ég það – þegar tilgangurinn er ljós, þegar tilgangurinn er ást, þegar tilgangurinn er yfir höfuð til staðar. Því að líkamsrækt á for sendum skortsins (ég vil vera meira töff og aðlaðandi fyrir hina) mun ekki endast og hún verður alveg örugglega ekki til að auka ástina og frelsið í mínu lífi.Þegar við setjum okkur markmið sem eru skrifleg, nákvæm og tímasett, þá náum við þeim.Spakur maður sagði eitt sinn að markmið væru draumar með tímamörkum. Þegar þú vaknar og framkvæmir þá verða góðir draumar að veruleika, annar verða þeir að martröð. Það fannst mér alltaf gáfulega orðað. Og þykir enn. Kærleikur,Guðni Heilsa Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið
„Hálfnað er verk þá hafið er.“ Þessi staðhæfing getur alveg verið sönn. Um leið og við heitbindum okkur inn í skriflegt og tímasett markmið sem byggir á tilgangi erum við langt komin og þegar lögð af stað. En hver er þá ástæðan fyrir öllum hálfkláruðu verkunum? Ásetningi sem við setjum okkur, aftur og aftur, aðeins til að svíkja hann? Því að líf okkar er uppfullt af „góðum“ ásetningi um að bæta okkur á ýmsum sviðum lífsins – komast í betra form, hafa meira samband við vini og fjölskyldu, þrífa bílinn oftar, lesa meira. Listinn er ótæmandi.Ef ég tel mig sannarlega vilja komast í betra form og tek fyrsta skrefið með því að kaupa árskort í ræktina ... af hverju vel ég að hætta að mæta eftir þrjá mánuði?Fyrir þessu eru tvær ástæður:Fyrri ástæðan er skortur á innistæðu. Við gerum aðeins það sem við teljum okkur hafa heimild til að gera. Heimildin byggist á getu okkar til að þiggja ást og velsæld. Enginn fer umfram sína eigin heimild – hún er lykillinn að velsældinni.Síðari ástæðan er skortur á tilgangi. Um leið og ég set niður fyrir mér af hverju ég vil stunda líkamsrækt reglulega þá geri ég það – þegar tilgangurinn er ljós, þegar tilgangurinn er ást, þegar tilgangurinn er yfir höfuð til staðar. Því að líkamsrækt á for sendum skortsins (ég vil vera meira töff og aðlaðandi fyrir hina) mun ekki endast og hún verður alveg örugglega ekki til að auka ástina og frelsið í mínu lífi.Þegar við setjum okkur markmið sem eru skrifleg, nákvæm og tímasett, þá náum við þeim.Spakur maður sagði eitt sinn að markmið væru draumar með tímamörkum. Þegar þú vaknar og framkvæmir þá verða góðir draumar að veruleika, annar verða þeir að martröð. Það fannst mér alltaf gáfulega orðað. Og þykir enn. Kærleikur,Guðni
Heilsa Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið