NBA í nótt: Durant tryggði dramatískan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2014 08:59 Kevin Durant átti enn einn stórleikinn þegar að Oklahoma City Thunder vann sigur á Atlanta Hawks, 111-109, í NBA-deildinni í nótt. Durant skoraði 41 stig, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta, og skoraði sigurkörfu leiksins þegar ein og hálf sekúnda var til leiksloka. Oklahoma City lenti mest fjórtán stigum undir í síðari hálfleik en kom til baka í fjórða leikhluta. Durant kom sínum mönnum yfir þegar tæp hálf mínúta var eftir í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútum leiksins. Paul Millsap náði að jafna metin fyrir Atlanta í næstu sókn en Durant kláraði leikinn sem fyrr segir. Þetta var ellefti leikur Durant í röð þar sem hann skorar minnst 30 stig en það hefur ekki verið gert síðan að Tracy McGardy gerði það fyrir tæpum áratug síðan. Durant hefur fjórum sinnum farið yfir 40 stig í þessari leikjahrinu.Reggie Jackson bætti við átján stigum fyrir Oklahoma City en Millsap var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig. Oklahoma City, sem er í efsta sæti Vesturdeildarinnar, mætir meisturum Miami í uppgjöri efstu liða deildarinnar í kvöld.Toronto vann Brooklyn, 104-103, í New York. Patrick Peterson tryggði sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum eftir að hafa stolið boltanum af Deron Williams. Þar með náði Toronto að stöðva fimm leikja sigurgöngu Brooklyn í annað sinn á skömmum tíma. Brooklyn var með þriggja stiga forystu þegar sautján sekúndur voru eftir af leiknum en fór illa að ráði sínu. Paul Pierce fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigur með í blálokin en skot hans geigaði. Pierce var með 33 stig í leiknum og setti niður sjö þriggja stiga körfur.Minnesota vann Chicago, 95-86, þar sem Kevin Love skoraði 31 stig. Runny Turiaf átti einnig sterka innkomu af bekknum og skoraði fjórtán stig. Carlos Boozer var með 20 stig og fjórtán fráköst fyrir Chicago en liðið var án þeirra Joakim Noah og Kirk Hinrich.Úrslit næturinnar: Philadelphia - Phoenix 113-124 Brooklyn - Toronto 103-104 Chicago - Minnesota 86-95 Milwaukee - LA Clippers 86-114 Oklahoma City - Atlanta 111-109 Utah - Sacramento 106-99 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Kevin Durant átti enn einn stórleikinn þegar að Oklahoma City Thunder vann sigur á Atlanta Hawks, 111-109, í NBA-deildinni í nótt. Durant skoraði 41 stig, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta, og skoraði sigurkörfu leiksins þegar ein og hálf sekúnda var til leiksloka. Oklahoma City lenti mest fjórtán stigum undir í síðari hálfleik en kom til baka í fjórða leikhluta. Durant kom sínum mönnum yfir þegar tæp hálf mínúta var eftir í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútum leiksins. Paul Millsap náði að jafna metin fyrir Atlanta í næstu sókn en Durant kláraði leikinn sem fyrr segir. Þetta var ellefti leikur Durant í röð þar sem hann skorar minnst 30 stig en það hefur ekki verið gert síðan að Tracy McGardy gerði það fyrir tæpum áratug síðan. Durant hefur fjórum sinnum farið yfir 40 stig í þessari leikjahrinu.Reggie Jackson bætti við átján stigum fyrir Oklahoma City en Millsap var stigahæstur hjá Atlanta með 23 stig. Oklahoma City, sem er í efsta sæti Vesturdeildarinnar, mætir meisturum Miami í uppgjöri efstu liða deildarinnar í kvöld.Toronto vann Brooklyn, 104-103, í New York. Patrick Peterson tryggði sigurinn þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum eftir að hafa stolið boltanum af Deron Williams. Þar með náði Toronto að stöðva fimm leikja sigurgöngu Brooklyn í annað sinn á skömmum tíma. Brooklyn var með þriggja stiga forystu þegar sautján sekúndur voru eftir af leiknum en fór illa að ráði sínu. Paul Pierce fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigur með í blálokin en skot hans geigaði. Pierce var með 33 stig í leiknum og setti niður sjö þriggja stiga körfur.Minnesota vann Chicago, 95-86, þar sem Kevin Love skoraði 31 stig. Runny Turiaf átti einnig sterka innkomu af bekknum og skoraði fjórtán stig. Carlos Boozer var með 20 stig og fjórtán fráköst fyrir Chicago en liðið var án þeirra Joakim Noah og Kirk Hinrich.Úrslit næturinnar: Philadelphia - Phoenix 113-124 Brooklyn - Toronto 103-104 Chicago - Minnesota 86-95 Milwaukee - LA Clippers 86-114 Oklahoma City - Atlanta 111-109 Utah - Sacramento 106-99
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira