Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2014 20:30 Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“ Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“
Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45
Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30