Ég er sigurvegari Þuríður Anna Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2014 15:43 Í tilefni þess að hið fallega „16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi” er í gangi og það er að verða komið ár síðan ég skrifaði greinina mína „Ég misnotaði engann” þá langar mig að skrifa nýja grein. Núna langar mig að vekja athygli á afleiðingum kynferðisofbeldis. Ég tala um kynferðislegt ofbeldi því það er reynsla sem ég get talað út frá og byggt mína frásögn á. En ég ætla þó að leyfa mér að fullyrða að allt ofbeldi hefur afleiðingar. Við vitum öll að nauðgun er hræðilegur hlutur. Gjörningurinn sjálfur er hræðilegur, þarna er manneskja sem að sviptir aðra manneskju öllu frelsi. Þarna er manneskja sem tekur yfir þér, tekur allt þitt vald. Það er hræðilegur hlutur. Það er hræðilegt að önnur manneskja ráðist á þinn allra heilagasta stað og misnoti hann og það versta er, þú hefur ekkert um það að segja. Trúið mér, það hefur verið predikað mjög oft yfir mér að þegar maður lendi í þeim aðstæðum að einstaklingur krói mann af og ætli sér að misnota líkama manns þá eigi maður að öskra eins hátt og maður getur eða sparka í það allra heilagasta á þessari manneskju. Ef þetta væri bara svona einfalt. Þegar maður lendir í þessum aðstæðum þá er eins og allt gerist í “slow motion”. Ég stífnaði öll upp, fór í “panik”, gat varla komið upp orði og grátbað bara aðilann um að hætta. Ef einstaklingur hefur upplifað það að vera nauðgað og getað öskrað, kallað á hjálp eða komið sér undan, þá er það virkilega frábært en í flestum tilvikum sem ég hef heyrt af þá segja flestir sömu hluti “ég stífnaði öll upp” eða “mér leið eins og ég hyrfi úr líkamanum mínum á meðan á þessu stóð”. Ég hef þrisvar lent í kynferðislegri misnotkun 8, 15 og 16 ára. Allt af mismunandi aðilum. Allt voru þetta aðilar sem að ég þekkti. Einn var meira að segja strákurinn sem ég missti meydóminn minn með. Ég vil taka það skýrt fram að ég byggi allt sem ég skrifa í þessari grein á minni eigin reynslu og skoðunum. Strax sem barn þá lendi ég í þeim hörmulega atburði að vera misnotuð af frænda mínum. Ég veit ekki hvernig hlutirnir hefðu farið ef að það hefði ekki gerst en það sem ég man og veit er að ég hef aldrei átt strákavini. Sem barn vildi ég bara umgangast stelpur og átti bara vinkonur. Í efri bekkjum grunnskólans leyfði ég strákum óspart að gera grín af mér en ég þorði aldrei að hallmæla þeim því þeir hlytu nú að hafa rétt fyrir sér. En það versta var að ég hló með, ég vildi ekkert frekar en að fá viðurkenningu frá karlkyninu þannig að ég leyfði þeim að niðurlægja mig á allskyns máta. Ég taldi að þetta væri rétta leiðin til að fá viðurkenningu frá strákum, leyfa þeim að stjórna mér og niðurlægja mig. Á framhaldsskólaárunum mínum þá skánuðu ekki samskipti mín við stráka. Einu skiptin sem ég þorði að tala við stráka þá var það undir áhrifum áfengis og það var aldrei til að eiga samræður við þá, það var til að fá viðurkenningu frá þeim. Ég píndi mig til þess að gera það, ég píndi líkamann minn, en ég gat það ekki edrú, þarna deyfði ég allar tilfinningar mínar með áfengi. Í dag er ég mjög fegin að ég leiddist ekki út í frekari óreglu því ég tók mörg ár í að misnota áfengi og var komin í vafasaman félagsskap á fyrsta árinu mínu í framhaldsskóla. Sem betur fer fór ég til Ítalíu sem skiptinemi eftir fyrsta árið og tel það að komast úr umhverfinu þar sem ég upplifði alla þessa hræðilegu atburði hafa bjargað mér. Ég veit að sumum semur bara betur við karlmenn og sumum semur betur við kvenmenn. En valið mitt var tekið af mér. Strax þegar ég var 8 ára þá fékk ég rangsýn á karlmenn, ég fékk ekki að velja fyrir sjálfa mig. Það er það sem gerir mig reiða að réttur minn til að velja var strax tekinn af mér þegar ég var 8 ára. Konur sem verða fyrir ofbeldi þróa oft með sér átröskun t.d. anorexiu eða ofát. En eftir að hafa upplifað jafn hræðilegan atburð og kynferðislegt ofbeldi, þá missir maður oft alla tengingu við líkamann. Ég gerði það allavega og ég þróaði með mér átröskun á byrjun unglingsáranna, ég borðaði aldrei til að rækta líkamann heldur til að rækta átröskunina. Ég borðaði ekkert nema það sem flokkaðist undir „hollustu“. Ég áttaði mig seint á því að ég þjáðist af þessum sjúkdómi. Ég taldi mér trú um að ef ég væri með “alvöru” átröskun þá væri ég afskaplega grönn, kastaði upp eða tæki átköst. En ég gerði ekkert af þessu þrennu. Ég taldi að ég lifði bara hollum og góðum lífsstíl en í dag sé ég að þetta snérist allt um að hafa stjórn. Ég þurfti að hafa stjórn á einhverju, fyrst ég hafði enga stjórn á atburðunum (kynferðisofbeldinu) né tilfinningum mínum þá reyndi ég að stjórna líkamanum mínum. Átröskunin mín byrjaði eftir að dómurinn var kveðinn upp í dómsmálinu mínu. Þá tók ég ákvörðun um að ég myndi aldrei líta eins út og ég gerði þegar að þessir atburðir gerðust. Ég fór í mjög stífa megrun og á hálfu ári missti ég 15 kg. Ég kastaði aldrei upp á þessum tíma en tók mataræðið mitt algjörlega “í gegn” eða með öðrum orðum ég borðaði ekki neitt. Þetta hélt áfram að spíralast en haustið 2009 byrjaði ég í ræktinni, auðvitað var farið daglega og oft í 2-3 klst. í senn. Ég borðaði einungis “hollan mat” og leyfði mér aldrei neitt. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði á morgnanna var að klípa í “fituna” (húðina) á maganum á mér og sjá hvort hún væri nokkuð meiri en deginum áður. Þetta snerist aldrei um heilsuna mína, þetta snerist einungis um það að vera grönn, orðin „má ekki fitna“ ómuðu alltaf í hausnum á mér. Mér leið alltaf eins og ég væri við stjórn en sé núna að þetta var besta vin- og óvinkona mín sem að stjórnaði mér, fröken stjórnsemi. Samhliða átröskuninni minni þróaði ég með mér magasjúkdóm sem kallast IBS (irritatable bowel syndrome). Þetta er sjúkdómur sem ég tel að ég hafi þróað með mér eftir að hafa upplifað kynferðislega misnotkun. Mér er illt í maganum alla daga, ég er búin að þurfa að læra mjög mikið inn á magann á mér og hvaða mat ég þoli. Þetta er búið að vera heljarinnar ferðalag sem hefur endað upp á sjúkrahúsi, í öllum speglunum sem völ er á, grátköstum, krampaköstum, krónískum niðurgangi og harðlífi. Ég get ekkert annað gert en að sætta mig við þetta. Þetta er búinn að vera erfiður biti að kyngja, að fara frá því að geta borðað allt sem barn yfir í að geta nánast ekki borðað nett nema líða kvalir. Ég byrjaði einnig að þróa með mér allskyns fóbíur. Það sem ég hef lesið mér til um þá er það líka algengur hlutur fyrir þolendur ofbeldis. Árið 2009 blússaði fullkomnunaráráttan mín upp með kvíðaröskun í hörðu eftirdragi. Á menntaskólaárunum mínum þá var ég alltaf ein í skólastofu í lokaprófunum, því ég fékk alltaf kvíðaköst. Þetta byrjaði allt sem prófkvíði en þróaðist svo út í daglega kvíðaröskun. Allt í einu fékk ég innilokunarkennd, ég varð að vita af næsta útgangi annars kom kvíðinn í heimsókn, ég fékk allt í einu hnífafóbíu, en ég varð svo hrædd um að missa stjórn á mér og ég myndi taka næsta hníf og ráðast á næstu manneskju. Ég varð sjúklega lífshrædd. Í öllum farartækjum þá panikaði ég, því þá var ég ekki við stjórn en ég vildi samt sem áður ekki keyra því hvað ef ég skyldi missa stjórn á mér. Orðin „hvað ef” voru orðin daglegur partur af mér. Trúið mér það er mjög erfitt að lifa svona, þegar kvíðinn heltekur líf þitt og þú hefur ekki stjórn á þessum blessuðu hugsunum þínum. Einu sinni hringdi ég grátandi í föður minn og sagði “hvað ef að ég gerist allt í einu hryðjuverkamaður og bý til sprengju?” Hér á eftir eru dæmi um þær fleygu setningar sem að ég hef látið út úr mér við elsku föður minn en hann hefur verið minn klettur á þessum kvíðaárum. „Hvað ef að ég missi allt í einu stjórn og hoppa fyrir lestina.” „Ég held ég sé komin með bráðaofnæmi fyrir hnetum akkúrat núna” (ég hef aldrei verið með ofnæmi fyrir neinu). Ég hef oft hringt í föður minn frá útlöndum og sagt „Pabbi ég er að kafna, ég er viss um það, núna er ég virkilega að kafna”. Já ef maður er að kafna þá hringir maður í fyrsta lagi ekki til Íslands og tilkynnir það og í öðru lagi þá væri maður ekki að tala en þegar ég er í kvíðakasti þá missi ég alla tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Þetta er lítið brot af „hvað ef“ sögunum mínum en þær eru orðnar mjög margar eftir öll þessi ár. Ég lærði dýra lexíu, að það eru ekki allir sálfræðingar sem að henta manni en eftir að hafa unnið með sálfræðing í heilt ár og endað með lítið taugaáfall í lok árs tók ég loks ákvörðun um að hætta. Árið 2010 komst ég að upp á göngudeild geðdeildar og byrjaði hjá yndislegum sálfræðingi. Ég furða mig samt sem áður á einu, hún vissi söguna mína, hún vissi að ég hafði þrisvar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en hún kaus samt sem áður að vinna bara með HAM (hugræna atferlismeðferð) sem er góð meðferð fyrir kvíða en í dag sé ég að það var svo margt miklu stærra að en þessi blessaði kvíði. Hver er rótin að ofsakvíða hjá 19 ára gömlum einstakling? Ég sjálf stakk upp á áfalla- og streituröskunarmeðferð hjá sálfræðingnum mínum og hef oft furðað mig á því hvers vegna það var ekki fyrsta úrræði af hálfu sálfræðingsins míns. Það var fyrst í þessari meðferð sem kvíðinn fór að lagast, því þá var ég í fyrsta sinn að vinna með rótina að vandanum. Því kvíðinn var ekki stærsta vandamálið, kvíðinn var einungis afleiðing af ofbeldinu. Eftir að hafa byrjað að vinna í ofbeldinu, sem er það erfiðasta sem að ég hef gert, þá byrjaði ég hægt og rólega að finna sjálfa mig aftur. Ég fór í lýðháskóla í byrjun þessa árs og uppgötvaði elsku listakonuna í mér og hún er stór partur af mér, að hafa fundið þessa konu hefur hjálpað mér að komast nær kjarnanum í sjálfri mér. Ég er byrjuð að tengjast líkamanum mínum aftur og er farin að skilja tilfinningarnar mínar betur. Ég hafði t.d. aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu að vilja ekki sofa hjá eða að það mætti enginn snerta á mér líkamann. Eftir að ég opnaði augun fyrir hversu hræðilegu ofbeldi ég varð fyrir og byrjaði að vinna með tilfinningarnar tengdar því þá upplifi ég að ég hef enga löngun í kynlíf eða snertingu frá neinum. Ég byrjaði að gráta eftir kynlíf, mér fannst líkaminn minn svo óhreinn. Ég er í fyrsta skipti að upplifa þessar tilfinningar núna, núna árið 2014. Sem þýðir að ég hef ekki verið tengd tilfinningunum mínum í mörg ár. Kynlíf er eitthvað sem mér fannst ég eiga að gefa, mér fannst ég skulda hinni manneskjunni kynlíf, auðvitað ár hin manneskjan rétt á að notfæra sér líkamann minn. Hversu hræðilega brengluð hugsun? Ég tel mig vera klára konu en þetta er samt hugsun sem ég hef haft seinustu 7 árin, það finnst mér afskaplega sorglegt. Ég hef aldrei upplifað kynlíf eins og er oft sagt “að njóta ásta”, að eiga innilega stund með manneskju sem að maður elskar. Samt hef ég verið ástfangin. En ég hef samt ekki fengið að upplifa kynlíf eins og ég hef heyrt að ástfangin pör upplifa kynlíf. Ég vona að með tíma og sjálfsskoðun geti ég upplifað fallegt kynlíf en þetta er réttur minn sem að gerendurnir tóku af mér. Skilaboð til samfélagsins; Kæra samfélag. Ég kærði eina nauðgun, ég þorði ekki að kæra hina því ég skammaðist mín svo mikið. Nauðgunina sem að ég kærði var hægt að sanna þannig að hlaut gerandinn dóm en hann tróð bolta upp í leggöngin á mér á meðan við stunduðum kynlíf. Þetta atvik hafði að sjálfsögðu líkamlegar afleiðingar í för með sér og í kjölfarið fékk ég mikla sýkingu og bý við þann möguleika í dag að vera jafnvel ófrjó. Hann fékk skilorðsbundinn dóm og ég fékk greiddar skaðabætur. Þessar skaðabætur skipta mig ekki máli, þetta var mjög lítill peningur (eiginilega enginn) miðað við allt það sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Ég veit að ég er „heppin“ að hafa unnið mitt mál því flest kynferðisafbrot komast ekki í gegnum þetta kerfi, og því spyr ég – hvað er að þessu kerfi? Er ekki löngu kominn tími á að breyta þessu blessaða kerfi en er í lagi að gerandinn hafi hlotið 4 mánaða skilorðsbundinn dóm og borgað mér örlitlar skaðabætur og ég þurfti að ganga í gegnum helvíti? Allt þetta sem að ég hef skrifað fyrir ofan, allt sem að gerendur mínir hafa tekið af mér. Þeir misnotuðu ekki “bara” líkamann minn, þeir frömdu morð – sálarmorð. Ég vil líka koma á framfæri viðbrögum Lögreglunar á Akureyri þegar ég kom til að kæra málið mitt. Þá var ég 16 ára stúlka að sýna mikið hugrekki að koma og kæra að það hefði verið brotið harkalega á mér þegar að lögreglumaðurinn segir þessa klassísku setningu „varstu ekki bara of drukkin?” Hverjum dettur í hug að segja þetta við BARN (ég var 16 ára) sem var að kæra mjög gróft kynferðisbrot? Er ekki lögreglan fólkið sem maður á að treysta þegar maður lendir í að það sé brotið á manni? Ef að ég hefði komið að kæra að það hefði verið brotist inn heim til mín, þá væri ég að kæra að það hefði verið brotist inn á mitt persónlega svæði – þá hefði ég ekki verið spurð að þessu. En þegar það er ráðist á mitt allra heilagasta svæði þá er ég spurð að þessu – hvað er að? Ég vil koma þessum skilaboðum til lögreglunar – ég ætla að vona að þið munuð ALDREI segja þessa setningu við einhverja manneskju. Þetta er hegðun sem að enginn á að þurfa að upplifa. Í mörg ár hef ég lifað lífið af en ekki lifað lífinu og það er svo stór munur á milli þessara hluta. Ég er óendanlega þakklát fyrir að vera að vinna svona ung í mínum málum og mér finnst það forréttindi því að margir gera þetta ekki fyrr en þeir eru orðnir mikið eldri. Mér finnst ég hafa endurheimt líf mitt tilbaka en það hefur kostað óendanlega mikla sjálfsvinnu. Ég er á góðum stað í dag og hef aldrei verið í svona góðu jafnvægi eins og ég er í núna en ég veit að ég mun upplifa bakslög en þá hef ég réttu verkfærin í höndunum. Ég veit að lífið samanstendur af allskyns uppákomum en við höfum alltaf val. Val hvernig við horfum á hlutina, hvort við kjósum að láta þá brjóta okkur niður eða sigrast á þeim. Í mínum huga er ég sigurvegari, ég hef sigrast á mörgum mjög erfiðum hlutum. Mér finnst mjög mikilvægt að minna á að þessir hræðilegu hlutir hafa hörmulegar afleiðingar. Þetta er ekki “bara” ein nótt, þetta eru afleiðingar sem munu hafa áhrifa á manneskjuna sem verður fyrir þessu, allt sitt líf. Þetta er eilíf vinna. Ég hef verið í Aflinu síðan í byrjun sumars og ég er þeim svo óendanlega þakklát fyrir allt. En Aflið gegnir sama hlutverki og Stígamót, það er að hjálpa þolendum ofbeldis. Ég hef verið að tala við tvær konur og þær eru alltaf tilbúnar í að hitta mig, ég get hringt í þær hvenær sem er og það besta við þetta er að þær skilja. Þær skilja sársaukann, þær skilja reiðina, skilja allar þessar tilfinningar sem að ég skil stundum ekki. Það vita allir að það er sárt að verða fyrir ofbeldi, mjög sárt en það er ekki hægt að skilja nema þú hafir sjálfur orðið fyrir því. En eins og segir á heimasíðu Aflsins “Enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem hefur verið beittur því”, þetta er setning sem að ég gæti ekki verið meira sammála. Ég er ekki að gera lítið úr sálfræðingum, alls ekki og það er frábært ef að þeir hjálpa en að hafa verið í Aflinu í minna en ár hefur gefið mér meira en að vera hjá sálfræðing í rúm 3 ár. Það hefur ekkert með það að gera en þetta er þjónusta sem að er manni að kostnaðarlausu, en það hafa ekki allir þann pening að geta borgað þessar háu fjárhæðir sem kostar að ganga til sálfræðings. Nú tala ég að sjálfsögðu fyrir mig en ég hef alveg fengið spurningar á borð við “en þetta eru ekki menntaðar konur, eru þær menntaðir sálfræðingar?” “Það þarf nú að hafa menntun til að geta unnið með svona mál”. Nei, ég er bara ekki sammála þessari staðhæfingu, það sakar auðvitað ekki að hafa menntun en það sem þær hafa sem enginn annar hefur – þær skilja. Í tilviki sem þessu þá skiptir mig mestu máli að fólk skilji og þær skilja allt sem að maður segir. Ég hef alveg heyrt setningar á borð við “Já en þú getur ekki verið að lifa sem fórnarlamb nauðgunar alla þína ævi” eða “Er ekki komin tími til að halda áfram”. Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram en ég get bara ekki “gleymt” að það er búið að misnota mig (bæði sálina og líkamann). Það þarf að vinna úr svona hlutum og það er langt og strangt ferli, ef maður losar ekki um þessar tilfinningar þá safnast þær saman í líkamanum. Það er ekki tilviljun að fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi fær mjög oft vefjagigt og allskyns álagstengda sjúkdóma. Því hvílíkt álag á bæði líkama og sál að verða fyrir misnotkun, að byrgja inn allskyns ljótar tilfinningar og leyfa þeim að streyma um líkamann. Ef það þýðir að ég þarf að vera manísk í nokkur ár og vera í stöðugri sjálfsvinnu svo ég geti haldið áfram með líf mitt, þá geri ég það. Það er mín ákvörðun og ef að þú hefur ekki orðið fyrir ofbeldi þá bið ég þig vinsamlegast um að halda þinni skoðun fyrir sjálfan þig. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að Aflið sé til en mér finnst mjög sorglegt að að sé ekki meiri peningur settur í stofnun eins og Aflið. Þetta eru samtök sem að eru að gera frábæra hluti fyrir fólkið í samfélaginu sem að við lifum í, þá furða ég mig á því að Akureyrarbær vilji byggja rennibraut fyrir tugi miljóna króna í staðinn fyrir að láta samtök eins og Aflið fá þennan pening. Í stað þess að fjárfesta í hlut sem að veitir einungis skammvinna gleði hjá yngri kynslóðinni að fjárfesta þá í stofnun sem að hjálpar og bætir andlegu hliðina hjá fólki á öllum aldri. Áfram Aflsfólk Akureyrar, þið eruð öll með tölu yndisleg. Þuríður Anna Sigurðardóttir.Þuríður Anna ritaði pistilinn á heimasíðu sína thuriduranna.wordpress.com. Hún gaf Vísir góðfúslegt leyfi fyrir birtingu pistilsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir skilið við reiðina og hatrið Grein Þuríðar Önnu Sigurðardóttur þar sem hún gerir upp kynferðisofbeldi sem hún hefur ítrekað orðið fyrir og afleiðingar þess, hefur vakið mikla athygli í dag. 21. janúar 2014 22:19 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að hið fallega „16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi” er í gangi og það er að verða komið ár síðan ég skrifaði greinina mína „Ég misnotaði engann” þá langar mig að skrifa nýja grein. Núna langar mig að vekja athygli á afleiðingum kynferðisofbeldis. Ég tala um kynferðislegt ofbeldi því það er reynsla sem ég get talað út frá og byggt mína frásögn á. En ég ætla þó að leyfa mér að fullyrða að allt ofbeldi hefur afleiðingar. Við vitum öll að nauðgun er hræðilegur hlutur. Gjörningurinn sjálfur er hræðilegur, þarna er manneskja sem að sviptir aðra manneskju öllu frelsi. Þarna er manneskja sem tekur yfir þér, tekur allt þitt vald. Það er hræðilegur hlutur. Það er hræðilegt að önnur manneskja ráðist á þinn allra heilagasta stað og misnoti hann og það versta er, þú hefur ekkert um það að segja. Trúið mér, það hefur verið predikað mjög oft yfir mér að þegar maður lendi í þeim aðstæðum að einstaklingur krói mann af og ætli sér að misnota líkama manns þá eigi maður að öskra eins hátt og maður getur eða sparka í það allra heilagasta á þessari manneskju. Ef þetta væri bara svona einfalt. Þegar maður lendir í þessum aðstæðum þá er eins og allt gerist í “slow motion”. Ég stífnaði öll upp, fór í “panik”, gat varla komið upp orði og grátbað bara aðilann um að hætta. Ef einstaklingur hefur upplifað það að vera nauðgað og getað öskrað, kallað á hjálp eða komið sér undan, þá er það virkilega frábært en í flestum tilvikum sem ég hef heyrt af þá segja flestir sömu hluti “ég stífnaði öll upp” eða “mér leið eins og ég hyrfi úr líkamanum mínum á meðan á þessu stóð”. Ég hef þrisvar lent í kynferðislegri misnotkun 8, 15 og 16 ára. Allt af mismunandi aðilum. Allt voru þetta aðilar sem að ég þekkti. Einn var meira að segja strákurinn sem ég missti meydóminn minn með. Ég vil taka það skýrt fram að ég byggi allt sem ég skrifa í þessari grein á minni eigin reynslu og skoðunum. Strax sem barn þá lendi ég í þeim hörmulega atburði að vera misnotuð af frænda mínum. Ég veit ekki hvernig hlutirnir hefðu farið ef að það hefði ekki gerst en það sem ég man og veit er að ég hef aldrei átt strákavini. Sem barn vildi ég bara umgangast stelpur og átti bara vinkonur. Í efri bekkjum grunnskólans leyfði ég strákum óspart að gera grín af mér en ég þorði aldrei að hallmæla þeim því þeir hlytu nú að hafa rétt fyrir sér. En það versta var að ég hló með, ég vildi ekkert frekar en að fá viðurkenningu frá karlkyninu þannig að ég leyfði þeim að niðurlægja mig á allskyns máta. Ég taldi að þetta væri rétta leiðin til að fá viðurkenningu frá strákum, leyfa þeim að stjórna mér og niðurlægja mig. Á framhaldsskólaárunum mínum þá skánuðu ekki samskipti mín við stráka. Einu skiptin sem ég þorði að tala við stráka þá var það undir áhrifum áfengis og það var aldrei til að eiga samræður við þá, það var til að fá viðurkenningu frá þeim. Ég píndi mig til þess að gera það, ég píndi líkamann minn, en ég gat það ekki edrú, þarna deyfði ég allar tilfinningar mínar með áfengi. Í dag er ég mjög fegin að ég leiddist ekki út í frekari óreglu því ég tók mörg ár í að misnota áfengi og var komin í vafasaman félagsskap á fyrsta árinu mínu í framhaldsskóla. Sem betur fer fór ég til Ítalíu sem skiptinemi eftir fyrsta árið og tel það að komast úr umhverfinu þar sem ég upplifði alla þessa hræðilegu atburði hafa bjargað mér. Ég veit að sumum semur bara betur við karlmenn og sumum semur betur við kvenmenn. En valið mitt var tekið af mér. Strax þegar ég var 8 ára þá fékk ég rangsýn á karlmenn, ég fékk ekki að velja fyrir sjálfa mig. Það er það sem gerir mig reiða að réttur minn til að velja var strax tekinn af mér þegar ég var 8 ára. Konur sem verða fyrir ofbeldi þróa oft með sér átröskun t.d. anorexiu eða ofát. En eftir að hafa upplifað jafn hræðilegan atburð og kynferðislegt ofbeldi, þá missir maður oft alla tengingu við líkamann. Ég gerði það allavega og ég þróaði með mér átröskun á byrjun unglingsáranna, ég borðaði aldrei til að rækta líkamann heldur til að rækta átröskunina. Ég borðaði ekkert nema það sem flokkaðist undir „hollustu“. Ég áttaði mig seint á því að ég þjáðist af þessum sjúkdómi. Ég taldi mér trú um að ef ég væri með “alvöru” átröskun þá væri ég afskaplega grönn, kastaði upp eða tæki átköst. En ég gerði ekkert af þessu þrennu. Ég taldi að ég lifði bara hollum og góðum lífsstíl en í dag sé ég að þetta snérist allt um að hafa stjórn. Ég þurfti að hafa stjórn á einhverju, fyrst ég hafði enga stjórn á atburðunum (kynferðisofbeldinu) né tilfinningum mínum þá reyndi ég að stjórna líkamanum mínum. Átröskunin mín byrjaði eftir að dómurinn var kveðinn upp í dómsmálinu mínu. Þá tók ég ákvörðun um að ég myndi aldrei líta eins út og ég gerði þegar að þessir atburðir gerðust. Ég fór í mjög stífa megrun og á hálfu ári missti ég 15 kg. Ég kastaði aldrei upp á þessum tíma en tók mataræðið mitt algjörlega “í gegn” eða með öðrum orðum ég borðaði ekki neitt. Þetta hélt áfram að spíralast en haustið 2009 byrjaði ég í ræktinni, auðvitað var farið daglega og oft í 2-3 klst. í senn. Ég borðaði einungis “hollan mat” og leyfði mér aldrei neitt. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði á morgnanna var að klípa í “fituna” (húðina) á maganum á mér og sjá hvort hún væri nokkuð meiri en deginum áður. Þetta snerist aldrei um heilsuna mína, þetta snerist einungis um það að vera grönn, orðin „má ekki fitna“ ómuðu alltaf í hausnum á mér. Mér leið alltaf eins og ég væri við stjórn en sé núna að þetta var besta vin- og óvinkona mín sem að stjórnaði mér, fröken stjórnsemi. Samhliða átröskuninni minni þróaði ég með mér magasjúkdóm sem kallast IBS (irritatable bowel syndrome). Þetta er sjúkdómur sem ég tel að ég hafi þróað með mér eftir að hafa upplifað kynferðislega misnotkun. Mér er illt í maganum alla daga, ég er búin að þurfa að læra mjög mikið inn á magann á mér og hvaða mat ég þoli. Þetta er búið að vera heljarinnar ferðalag sem hefur endað upp á sjúkrahúsi, í öllum speglunum sem völ er á, grátköstum, krampaköstum, krónískum niðurgangi og harðlífi. Ég get ekkert annað gert en að sætta mig við þetta. Þetta er búinn að vera erfiður biti að kyngja, að fara frá því að geta borðað allt sem barn yfir í að geta nánast ekki borðað nett nema líða kvalir. Ég byrjaði einnig að þróa með mér allskyns fóbíur. Það sem ég hef lesið mér til um þá er það líka algengur hlutur fyrir þolendur ofbeldis. Árið 2009 blússaði fullkomnunaráráttan mín upp með kvíðaröskun í hörðu eftirdragi. Á menntaskólaárunum mínum þá var ég alltaf ein í skólastofu í lokaprófunum, því ég fékk alltaf kvíðaköst. Þetta byrjaði allt sem prófkvíði en þróaðist svo út í daglega kvíðaröskun. Allt í einu fékk ég innilokunarkennd, ég varð að vita af næsta útgangi annars kom kvíðinn í heimsókn, ég fékk allt í einu hnífafóbíu, en ég varð svo hrædd um að missa stjórn á mér og ég myndi taka næsta hníf og ráðast á næstu manneskju. Ég varð sjúklega lífshrædd. Í öllum farartækjum þá panikaði ég, því þá var ég ekki við stjórn en ég vildi samt sem áður ekki keyra því hvað ef ég skyldi missa stjórn á mér. Orðin „hvað ef” voru orðin daglegur partur af mér. Trúið mér það er mjög erfitt að lifa svona, þegar kvíðinn heltekur líf þitt og þú hefur ekki stjórn á þessum blessuðu hugsunum þínum. Einu sinni hringdi ég grátandi í föður minn og sagði “hvað ef að ég gerist allt í einu hryðjuverkamaður og bý til sprengju?” Hér á eftir eru dæmi um þær fleygu setningar sem að ég hef látið út úr mér við elsku föður minn en hann hefur verið minn klettur á þessum kvíðaárum. „Hvað ef að ég missi allt í einu stjórn og hoppa fyrir lestina.” „Ég held ég sé komin með bráðaofnæmi fyrir hnetum akkúrat núna” (ég hef aldrei verið með ofnæmi fyrir neinu). Ég hef oft hringt í föður minn frá útlöndum og sagt „Pabbi ég er að kafna, ég er viss um það, núna er ég virkilega að kafna”. Já ef maður er að kafna þá hringir maður í fyrsta lagi ekki til Íslands og tilkynnir það og í öðru lagi þá væri maður ekki að tala en þegar ég er í kvíðakasti þá missi ég alla tilfinningu fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Þetta er lítið brot af „hvað ef“ sögunum mínum en þær eru orðnar mjög margar eftir öll þessi ár. Ég lærði dýra lexíu, að það eru ekki allir sálfræðingar sem að henta manni en eftir að hafa unnið með sálfræðing í heilt ár og endað með lítið taugaáfall í lok árs tók ég loks ákvörðun um að hætta. Árið 2010 komst ég að upp á göngudeild geðdeildar og byrjaði hjá yndislegum sálfræðingi. Ég furða mig samt sem áður á einu, hún vissi söguna mína, hún vissi að ég hafði þrisvar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en hún kaus samt sem áður að vinna bara með HAM (hugræna atferlismeðferð) sem er góð meðferð fyrir kvíða en í dag sé ég að það var svo margt miklu stærra að en þessi blessaði kvíði. Hver er rótin að ofsakvíða hjá 19 ára gömlum einstakling? Ég sjálf stakk upp á áfalla- og streituröskunarmeðferð hjá sálfræðingnum mínum og hef oft furðað mig á því hvers vegna það var ekki fyrsta úrræði af hálfu sálfræðingsins míns. Það var fyrst í þessari meðferð sem kvíðinn fór að lagast, því þá var ég í fyrsta sinn að vinna með rótina að vandanum. Því kvíðinn var ekki stærsta vandamálið, kvíðinn var einungis afleiðing af ofbeldinu. Eftir að hafa byrjað að vinna í ofbeldinu, sem er það erfiðasta sem að ég hef gert, þá byrjaði ég hægt og rólega að finna sjálfa mig aftur. Ég fór í lýðháskóla í byrjun þessa árs og uppgötvaði elsku listakonuna í mér og hún er stór partur af mér, að hafa fundið þessa konu hefur hjálpað mér að komast nær kjarnanum í sjálfri mér. Ég er byrjuð að tengjast líkamanum mínum aftur og er farin að skilja tilfinningarnar mínar betur. Ég hafði t.d. aldrei fundið fyrir þessari tilfinningu að vilja ekki sofa hjá eða að það mætti enginn snerta á mér líkamann. Eftir að ég opnaði augun fyrir hversu hræðilegu ofbeldi ég varð fyrir og byrjaði að vinna með tilfinningarnar tengdar því þá upplifi ég að ég hef enga löngun í kynlíf eða snertingu frá neinum. Ég byrjaði að gráta eftir kynlíf, mér fannst líkaminn minn svo óhreinn. Ég er í fyrsta skipti að upplifa þessar tilfinningar núna, núna árið 2014. Sem þýðir að ég hef ekki verið tengd tilfinningunum mínum í mörg ár. Kynlíf er eitthvað sem mér fannst ég eiga að gefa, mér fannst ég skulda hinni manneskjunni kynlíf, auðvitað ár hin manneskjan rétt á að notfæra sér líkamann minn. Hversu hræðilega brengluð hugsun? Ég tel mig vera klára konu en þetta er samt hugsun sem ég hef haft seinustu 7 árin, það finnst mér afskaplega sorglegt. Ég hef aldrei upplifað kynlíf eins og er oft sagt “að njóta ásta”, að eiga innilega stund með manneskju sem að maður elskar. Samt hef ég verið ástfangin. En ég hef samt ekki fengið að upplifa kynlíf eins og ég hef heyrt að ástfangin pör upplifa kynlíf. Ég vona að með tíma og sjálfsskoðun geti ég upplifað fallegt kynlíf en þetta er réttur minn sem að gerendurnir tóku af mér. Skilaboð til samfélagsins; Kæra samfélag. Ég kærði eina nauðgun, ég þorði ekki að kæra hina því ég skammaðist mín svo mikið. Nauðgunina sem að ég kærði var hægt að sanna þannig að hlaut gerandinn dóm en hann tróð bolta upp í leggöngin á mér á meðan við stunduðum kynlíf. Þetta atvik hafði að sjálfsögðu líkamlegar afleiðingar í för með sér og í kjölfarið fékk ég mikla sýkingu og bý við þann möguleika í dag að vera jafnvel ófrjó. Hann fékk skilorðsbundinn dóm og ég fékk greiddar skaðabætur. Þessar skaðabætur skipta mig ekki máli, þetta var mjög lítill peningur (eiginilega enginn) miðað við allt það sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Ég veit að ég er „heppin“ að hafa unnið mitt mál því flest kynferðisafbrot komast ekki í gegnum þetta kerfi, og því spyr ég – hvað er að þessu kerfi? Er ekki löngu kominn tími á að breyta þessu blessaða kerfi en er í lagi að gerandinn hafi hlotið 4 mánaða skilorðsbundinn dóm og borgað mér örlitlar skaðabætur og ég þurfti að ganga í gegnum helvíti? Allt þetta sem að ég hef skrifað fyrir ofan, allt sem að gerendur mínir hafa tekið af mér. Þeir misnotuðu ekki “bara” líkamann minn, þeir frömdu morð – sálarmorð. Ég vil líka koma á framfæri viðbrögum Lögreglunar á Akureyri þegar ég kom til að kæra málið mitt. Þá var ég 16 ára stúlka að sýna mikið hugrekki að koma og kæra að það hefði verið brotið harkalega á mér þegar að lögreglumaðurinn segir þessa klassísku setningu „varstu ekki bara of drukkin?” Hverjum dettur í hug að segja þetta við BARN (ég var 16 ára) sem var að kæra mjög gróft kynferðisbrot? Er ekki lögreglan fólkið sem maður á að treysta þegar maður lendir í að það sé brotið á manni? Ef að ég hefði komið að kæra að það hefði verið brotist inn heim til mín, þá væri ég að kæra að það hefði verið brotist inn á mitt persónlega svæði – þá hefði ég ekki verið spurð að þessu. En þegar það er ráðist á mitt allra heilagasta svæði þá er ég spurð að þessu – hvað er að? Ég vil koma þessum skilaboðum til lögreglunar – ég ætla að vona að þið munuð ALDREI segja þessa setningu við einhverja manneskju. Þetta er hegðun sem að enginn á að þurfa að upplifa. Í mörg ár hef ég lifað lífið af en ekki lifað lífinu og það er svo stór munur á milli þessara hluta. Ég er óendanlega þakklát fyrir að vera að vinna svona ung í mínum málum og mér finnst það forréttindi því að margir gera þetta ekki fyrr en þeir eru orðnir mikið eldri. Mér finnst ég hafa endurheimt líf mitt tilbaka en það hefur kostað óendanlega mikla sjálfsvinnu. Ég er á góðum stað í dag og hef aldrei verið í svona góðu jafnvægi eins og ég er í núna en ég veit að ég mun upplifa bakslög en þá hef ég réttu verkfærin í höndunum. Ég veit að lífið samanstendur af allskyns uppákomum en við höfum alltaf val. Val hvernig við horfum á hlutina, hvort við kjósum að láta þá brjóta okkur niður eða sigrast á þeim. Í mínum huga er ég sigurvegari, ég hef sigrast á mörgum mjög erfiðum hlutum. Mér finnst mjög mikilvægt að minna á að þessir hræðilegu hlutir hafa hörmulegar afleiðingar. Þetta er ekki “bara” ein nótt, þetta eru afleiðingar sem munu hafa áhrifa á manneskjuna sem verður fyrir þessu, allt sitt líf. Þetta er eilíf vinna. Ég hef verið í Aflinu síðan í byrjun sumars og ég er þeim svo óendanlega þakklát fyrir allt. En Aflið gegnir sama hlutverki og Stígamót, það er að hjálpa þolendum ofbeldis. Ég hef verið að tala við tvær konur og þær eru alltaf tilbúnar í að hitta mig, ég get hringt í þær hvenær sem er og það besta við þetta er að þær skilja. Þær skilja sársaukann, þær skilja reiðina, skilja allar þessar tilfinningar sem að ég skil stundum ekki. Það vita allir að það er sárt að verða fyrir ofbeldi, mjög sárt en það er ekki hægt að skilja nema þú hafir sjálfur orðið fyrir því. En eins og segir á heimasíðu Aflsins “Enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem hefur verið beittur því”, þetta er setning sem að ég gæti ekki verið meira sammála. Ég er ekki að gera lítið úr sálfræðingum, alls ekki og það er frábært ef að þeir hjálpa en að hafa verið í Aflinu í minna en ár hefur gefið mér meira en að vera hjá sálfræðing í rúm 3 ár. Það hefur ekkert með það að gera en þetta er þjónusta sem að er manni að kostnaðarlausu, en það hafa ekki allir þann pening að geta borgað þessar háu fjárhæðir sem kostar að ganga til sálfræðings. Nú tala ég að sjálfsögðu fyrir mig en ég hef alveg fengið spurningar á borð við “en þetta eru ekki menntaðar konur, eru þær menntaðir sálfræðingar?” “Það þarf nú að hafa menntun til að geta unnið með svona mál”. Nei, ég er bara ekki sammála þessari staðhæfingu, það sakar auðvitað ekki að hafa menntun en það sem þær hafa sem enginn annar hefur – þær skilja. Í tilviki sem þessu þá skiptir mig mestu máli að fólk skilji og þær skilja allt sem að maður segir. Ég hef alveg heyrt setningar á borð við “Já en þú getur ekki verið að lifa sem fórnarlamb nauðgunar alla þína ævi” eða “Er ekki komin tími til að halda áfram”. Ég ætla að sjálfsögðu að halda áfram en ég get bara ekki “gleymt” að það er búið að misnota mig (bæði sálina og líkamann). Það þarf að vinna úr svona hlutum og það er langt og strangt ferli, ef maður losar ekki um þessar tilfinningar þá safnast þær saman í líkamanum. Það er ekki tilviljun að fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi fær mjög oft vefjagigt og allskyns álagstengda sjúkdóma. Því hvílíkt álag á bæði líkama og sál að verða fyrir misnotkun, að byrgja inn allskyns ljótar tilfinningar og leyfa þeim að streyma um líkamann. Ef það þýðir að ég þarf að vera manísk í nokkur ár og vera í stöðugri sjálfsvinnu svo ég geti haldið áfram með líf mitt, þá geri ég það. Það er mín ákvörðun og ef að þú hefur ekki orðið fyrir ofbeldi þá bið ég þig vinsamlegast um að halda þinni skoðun fyrir sjálfan þig. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að Aflið sé til en mér finnst mjög sorglegt að að sé ekki meiri peningur settur í stofnun eins og Aflið. Þetta eru samtök sem að eru að gera frábæra hluti fyrir fólkið í samfélaginu sem að við lifum í, þá furða ég mig á því að Akureyrarbær vilji byggja rennibraut fyrir tugi miljóna króna í staðinn fyrir að láta samtök eins og Aflið fá þennan pening. Í stað þess að fjárfesta í hlut sem að veitir einungis skammvinna gleði hjá yngri kynslóðinni að fjárfesta þá í stofnun sem að hjálpar og bætir andlegu hliðina hjá fólki á öllum aldri. Áfram Aflsfólk Akureyrar, þið eruð öll með tölu yndisleg. Þuríður Anna Sigurðardóttir.Þuríður Anna ritaði pistilinn á heimasíðu sína thuriduranna.wordpress.com. Hún gaf Vísir góðfúslegt leyfi fyrir birtingu pistilsins.
Segir skilið við reiðina og hatrið Grein Þuríðar Önnu Sigurðardóttur þar sem hún gerir upp kynferðisofbeldi sem hún hefur ítrekað orðið fyrir og afleiðingar þess, hefur vakið mikla athygli í dag. 21. janúar 2014 22:19
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun