Vísbendingar um að Borgun hafi verið undirverðlagt í sölu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 13:40 Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að kaupverðið sem hópur fjárfesta greiddi fyrir þriðjungshlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. hafi verið of lágt. Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. til hóps fjárfesta án auglýsingar. Hópurinn greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn. Landsbankinn er nær alfarið í eigu skattgreiðenda og því hefur sala bankans á hlutnum í Borgun verið gagnrýnd, m.a. af þingmönnum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans telur að bankinn hafi fengið gott verð fyrir hlutinn í Borgun. „Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ sagði Steinþór í samtali við fréttastofu í vikunni. Þegar fjárfestar eru að meta virði hluta í fjármálaþjónustufyrirtækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mælikvarða en bara sjóðstreymi þeirra, að því er fram kemur í vefritinu Kjarnanum. Einn slíkur er að horfa á svokallað V/H hlutfall, sem á ensku nefnist Price Earnings Ratio, þegar reiknað er út hvað eigi að borga fyrir fjárfestingar. Hlutfallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp markaðsvirði félagsins sem er keypt á núvirði miðað við óbreyttan hagnað þess. Hagnaður Borgunar í fyrra var tæpur milljarður króna og markaðsvirði fyrirtækisins er um 6,9 milljarðar króna, ef miðað er við það verð sem hópurinn sem keypti af Landsbankanum greiddi fyrir. Kjarninn greinir frá því að V/H hlutfallið sé því 6,9. Þannig taki það Borgun hf. sjö ár að hagnast upp í markaðsvirði sitt miðað við afkomu fyrirtækisins í fyrra. Í Bandaríkjunum eru helstu greiðslukortafyrirtækin skráð á markað og V/H hlutfallið, tíminn sem það tekur fyrirtæki að greiða upp núverandi markaðsvirði miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá American Express. Fjárfestar styðjast líka við svokallað V/I hlutfall (e. Price to book ratio). Til að finna það út er markaðsvirði fyrirtækis deilt í eigið fé þess. Miðað við að markaðsvirði Borgunar sé 6,9 milljarðar króna og að eiginfjárstaða félagsins var þrír milljarðar króna um síðustu áramót er þetta hlutfall 2,2. V/I hlutfallið, markaðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa í Bandaríkjunum, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá American Express. Hjá Borgun er það 2,2 miðað við kaupverðið sem nýju eigendurnir greiddu fyrir hlut sinn. Miðað við þessa mælikvarða er verðið sem greitt var fyrir Borgun hf. býsna lágt. Kjarninn greinir frá því að þegar önnur fyrirtæki séu skoðuð, miðað við stöðu þeirra í árslok 2013, komi líka í ljós að verðlagningin á Borgun, miðað við ofangreind hlutföll, sé einnig mjög lág. Bankastjóri Landsbankans hefur verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á mánudag til að ræða söluna á hlut bankans í Borgun ásamt forstjóra Bankasýslu ríkisins og forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33