Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2014 19:45 Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00