„Maður vildi halda báðum systkinum sínum í góðu skapi” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 17:23 Steingrímur Wernersson er hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Steingrímur Wernersson, einn af ákærðu í Milestone-málinu, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steingrímur var hluthafi í Milestone en kvaðst þrátt fyrir það ekki hafa komið mikið að ákvarðanatöku í félaginu. Hann mundi og vissi lítið sem ekkert um þau atriði sem saksóknari spurði um. Skýrsla hans var í ákveðinni mótsögn við skýrslu bróður hans Karls sem sagði stærri ákvarðanir í Milestone hafa verið teknar af fimm aðilum, þar með talið Steingrími. Steingrímur var líkt og Karl eigandi í félögunum Milestone Import Export (MIE) og Leiftra en sagðist ekki hafa verið neitt sérstaklega meðvitaður um að hann væri eigandi í þessum félögum. Fram hafði komið við skýrslutöku yfir Karli að Steingrímur vildi selja sinn hlut í Milestone, líkt og Ingunn systir þeirra, haustið 2005. Hann hafi síðan ákveðið að selja ekki. Saksóknari spurði Steingrím um ástæðu þess að hann hætti við söluna: „Þetta var búið að vera fjölskyldufyrirtæki í mörg ár. Maður vildi halda báðum systkinum sínum í góðu skapi alltaf og gera það sem báðir aðilar gátu verið sáttir með,” sagði Steingrímur. Við skýrslutöku kvaðst Steingrímur ekki hafa haft hugmynd um hvernig kaup á bréfum Ingunnar í Milestone voru fjármögnuð og sagðist ekki hafa vitað vher eignaðist hlut hennar í félaginu. Hann sagði einu aðkomu sína að málinu hafa verið að kvitta á skjal og vísaði þar í kaupsamning vegna bréfanna.„Ég kann ekkert um lög og reglur varðandi bókhald” Steingrímur sagðist auk þess ekki hafa haft neina hugmynd um hvernig Milestone myndi standa að kaupunum á bréfum Ingunnar. Hann kvaðst hafa verið með sérfræðinga í vinnu sem sáu um þessi mál en hann skrifaði engu að síður undir þá samninga sem sneru að sölu á hlutabréfum systur hans. „Ég kann ekkert um lög og reglur varðandi bókhald. Þess vegna ræður sérfræðinga til að sjá um þetta fyrir sig. [...] Ég skrifa undir þessa samning undir mikilli pressu. Fyrsta hugsunin var að hjálpa systur minni að selja sig út úr fyrirtækinu á þann hátt að hann væri góður fyrir hana en líka sem skynsamlegastur fyrir félagið,” sagði Steingrímur. Steingrímur kannaðist ekki við að það hafi verið til umræðu að láta Milestone greiða Ingunni fyrir hluti hennar í félaginu. Hann kvaðst aðeins hafa vitað það nokkrum árum seinna þegar hann las um það í blöðunum. Þá var hann spurður út í bókhald Milestone: „Hvernig á ég að geta tekið ábyrgð á bókhaldi félagsins þegar ég kann ekki á bókhald?” Saksóknari minnti hann þá á lög um einkahlutafélög og þá ábyrgð sem stjórnarmenn bera á bókhaldi félaganna samkvæmt þeim lögum. Sagðist Steingrímur þá ekki geta tekið ábyrgð á einstaka færslum í bókhaldi félagsins.Guðmundur Ólason sést hér fyrir miðri mynd með fangið fullt af skjölum.Vísir/GVASteingrímur veit ekki um hvað er verið að fjalla í ákæru Dómstjórinn, Arngrímur Ísberg héraðsdómari, sá ástæðu til að spyrja Steingrím nánar út í aðkomu hans á málinu. Spurði hann meðal annars hvort að Steingrímur hafði gegnt einhverjum störfum hjá Milestone. „Ég var yfir skóbúðakeðju. Ég átti hlut í þeirri keðju og svo Milestone. [...] Ég var ekki í neinni launaðri stöðu hjá Milestone. Ég var bara að sinna einhverjum sérverkefnum og var ekkert í svona fjármála-og/eða bókhaldshlutum.” Dómarinn spurði hann þá út í hvort honum væri kunnugt um þær skyldur sem hvíla á þeim sem sitja í stjórnum hlutafélaga. Steingrímur kvað svo vera en sagðist ekki geta borið ábyrgð á því ef starfsmenn færu út fyrir starfssvið sitt. Þegar hann var spurður út í hvernig hann hafi rækt skyldur sínar sem stjórnarmaður sagðist hann hafa mætt á stjórnarfundi og skrifað undir ársreikning. Þá spurði dómarinn hann út í hvort hann hefði kynnt sér hvað fælist í því sem hann er ákærður fyrir, umboðssvikum: „Nei, ég hef ekki gert það. Ég skil ekki um hvað er verið að fjalla,” svaraði Steingrímur. Hann sagðist svo enn halda fram sakleysi sínu í málinu. Guðmundur Ólason, sem var forstjóri Milestone og er einnig ákærður, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í dag. Hann sagði flestar ákvarðanir í félaginu hafa verið teknar þannig að það hittist ákveðinn hópur, þar með taldir stjórnarmenn félagsins. Hann kvaðst þó aðeins hafa verið ráðgjafi eða umsagnaraðili um tiltekin atriði er vörðuðu sölu á hlutabréfum Ingunnar í Milestone til félagsins. Aðspurður hvort hann hafi vitað hver eignaðist hlutina hennar og hvernig kaupin voru fjármögnuð sagði hann svo vera. Saksóknari spurði einnig hverjir hefðu komið að ákvörðuninni um að greiðslur Milestone til Ingunnar. Sagði Guðmundur Karl og Steingrím hafa komið saman að þeirri ákvörðun. Aðalmeðferðin heldur áfram á morgun og á að ljúka á föstudaginn. Tengdar fréttir Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Steingrímur Wernersson, einn af ákærðu í Milestone-málinu, gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steingrímur var hluthafi í Milestone en kvaðst þrátt fyrir það ekki hafa komið mikið að ákvarðanatöku í félaginu. Hann mundi og vissi lítið sem ekkert um þau atriði sem saksóknari spurði um. Skýrsla hans var í ákveðinni mótsögn við skýrslu bróður hans Karls sem sagði stærri ákvarðanir í Milestone hafa verið teknar af fimm aðilum, þar með talið Steingrími. Steingrímur var líkt og Karl eigandi í félögunum Milestone Import Export (MIE) og Leiftra en sagðist ekki hafa verið neitt sérstaklega meðvitaður um að hann væri eigandi í þessum félögum. Fram hafði komið við skýrslutöku yfir Karli að Steingrímur vildi selja sinn hlut í Milestone, líkt og Ingunn systir þeirra, haustið 2005. Hann hafi síðan ákveðið að selja ekki. Saksóknari spurði Steingrím um ástæðu þess að hann hætti við söluna: „Þetta var búið að vera fjölskyldufyrirtæki í mörg ár. Maður vildi halda báðum systkinum sínum í góðu skapi alltaf og gera það sem báðir aðilar gátu verið sáttir með,” sagði Steingrímur. Við skýrslutöku kvaðst Steingrímur ekki hafa haft hugmynd um hvernig kaup á bréfum Ingunnar í Milestone voru fjármögnuð og sagðist ekki hafa vitað vher eignaðist hlut hennar í félaginu. Hann sagði einu aðkomu sína að málinu hafa verið að kvitta á skjal og vísaði þar í kaupsamning vegna bréfanna.„Ég kann ekkert um lög og reglur varðandi bókhald” Steingrímur sagðist auk þess ekki hafa haft neina hugmynd um hvernig Milestone myndi standa að kaupunum á bréfum Ingunnar. Hann kvaðst hafa verið með sérfræðinga í vinnu sem sáu um þessi mál en hann skrifaði engu að síður undir þá samninga sem sneru að sölu á hlutabréfum systur hans. „Ég kann ekkert um lög og reglur varðandi bókhald. Þess vegna ræður sérfræðinga til að sjá um þetta fyrir sig. [...] Ég skrifa undir þessa samning undir mikilli pressu. Fyrsta hugsunin var að hjálpa systur minni að selja sig út úr fyrirtækinu á þann hátt að hann væri góður fyrir hana en líka sem skynsamlegastur fyrir félagið,” sagði Steingrímur. Steingrímur kannaðist ekki við að það hafi verið til umræðu að láta Milestone greiða Ingunni fyrir hluti hennar í félaginu. Hann kvaðst aðeins hafa vitað það nokkrum árum seinna þegar hann las um það í blöðunum. Þá var hann spurður út í bókhald Milestone: „Hvernig á ég að geta tekið ábyrgð á bókhaldi félagsins þegar ég kann ekki á bókhald?” Saksóknari minnti hann þá á lög um einkahlutafélög og þá ábyrgð sem stjórnarmenn bera á bókhaldi félaganna samkvæmt þeim lögum. Sagðist Steingrímur þá ekki geta tekið ábyrgð á einstaka færslum í bókhaldi félagsins.Guðmundur Ólason sést hér fyrir miðri mynd með fangið fullt af skjölum.Vísir/GVASteingrímur veit ekki um hvað er verið að fjalla í ákæru Dómstjórinn, Arngrímur Ísberg héraðsdómari, sá ástæðu til að spyrja Steingrím nánar út í aðkomu hans á málinu. Spurði hann meðal annars hvort að Steingrímur hafði gegnt einhverjum störfum hjá Milestone. „Ég var yfir skóbúðakeðju. Ég átti hlut í þeirri keðju og svo Milestone. [...] Ég var ekki í neinni launaðri stöðu hjá Milestone. Ég var bara að sinna einhverjum sérverkefnum og var ekkert í svona fjármála-og/eða bókhaldshlutum.” Dómarinn spurði hann þá út í hvort honum væri kunnugt um þær skyldur sem hvíla á þeim sem sitja í stjórnum hlutafélaga. Steingrímur kvað svo vera en sagðist ekki geta borið ábyrgð á því ef starfsmenn færu út fyrir starfssvið sitt. Þegar hann var spurður út í hvernig hann hafi rækt skyldur sínar sem stjórnarmaður sagðist hann hafa mætt á stjórnarfundi og skrifað undir ársreikning. Þá spurði dómarinn hann út í hvort hann hefði kynnt sér hvað fælist í því sem hann er ákærður fyrir, umboðssvikum: „Nei, ég hef ekki gert það. Ég skil ekki um hvað er verið að fjalla,” svaraði Steingrímur. Hann sagðist svo enn halda fram sakleysi sínu í málinu. Guðmundur Ólason, sem var forstjóri Milestone og er einnig ákærður, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í dag. Hann sagði flestar ákvarðanir í félaginu hafa verið teknar þannig að það hittist ákveðinn hópur, þar með taldir stjórnarmenn félagsins. Hann kvaðst þó aðeins hafa verið ráðgjafi eða umsagnaraðili um tiltekin atriði er vörðuðu sölu á hlutabréfum Ingunnar í Milestone til félagsins. Aðspurður hvort hann hafi vitað hver eignaðist hlutina hennar og hvernig kaupin voru fjármögnuð sagði hann svo vera. Saksóknari spurði einnig hverjir hefðu komið að ákvörðuninni um að greiðslur Milestone til Ingunnar. Sagði Guðmundur Karl og Steingrím hafa komið saman að þeirri ákvörðun. Aðalmeðferðin heldur áfram á morgun og á að ljúka á föstudaginn.
Tengdar fréttir Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13 Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32 Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG. 3. september 2013 15:13
Milestone-menn fyrir dóm Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernersdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 16. nóvember 2014 22:32
Sérstakur saksóknari ákærir Wernersbræður Kaup Milestone á hlut Ingunnar Wernersdóttur í félaginu eru talin umboðssvik af sérstökum saksóknara. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, hafa verið ákærðir ásamt Guðmundi Ólasyni forstjóra og þremur endurskoðendum. 9. júlí 2013 07:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun