Viðskipti innlent

Reiknar með að taka yfir eða sameinast öðru fjölmiðlafyrirtæki

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hluthafafundur samþykkti 65 milljóna hlutafjáraukningu. Þorsteinn, til vinstri, var endurkjörinn stjórnarformaður á fundinum. Sigurður G. Guðjónsson, til hægri, var fundarstjóri.
Hluthafafundur samþykkti 65 milljóna hlutafjáraukningu. Þorsteinn, til vinstri, var endurkjörinn stjórnarformaður á fundinum. Sigurður G. Guðjónsson, til hægri, var fundarstjóri. Vísir / Anton
Eigendur DV hafa átt í viðræðum við aðra fjölmiðla um samstarf eða viðskipti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini Guðnasyni, stjórnarformanni útgáfufélags DV. Þar segir hann að sennilega muni félagið stækka innan frá og með yfirtöku eða sameiningu við önnur félög á fjölmiðlamarkaði.

Hluthafafundur DV fór fram í gær en þar var samþykkt heimild til hlutafjáraukningar upp á allt að 65 milljónir króna. „Eftir hlutafjáraukninguna verður eiginfjárhlutfall félagsins vel yfir 50% og veltufjárstaða bætt til muna,“ segir Þorsteinn í tilkynningunni.

Vísir greindi frá því í gærkvöldi að hluthafafundurinn hafi einnig samþykkt að fella út yfirtökuvarnir sem til staðar voru í samþykktum félagsins sem meðal annars takmörkuðu hversu stóran hluta atkvæða einn eða tengdir aðilar gætu farið með. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×