Halla Sigrún hættir hjá FME um áramótin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2014 14:25 Halla Sigrún Hjartardóttir. Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs. Hún segir að fjölskylda sín hafi verið áreitt af fréttamönnum undanfarna daga. Halla Sigrún hafnar því í yfirlýsingu að hún hafi átt hlut í Skeljungi líkt og fullyrt hefur verið.Morgunblaðið sagði frá því í gær að Halla Sigrún hefði hagnast um 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Félag í eigu Höllu sigrúnar fór með 22 prósenta hlut í Heddu eignarhaldsfélagi sem átti fjórðungshlut í Skeljungi og 66 prósenta hlut í P/F Magn.Halla Sigrún segist hafa keypt hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. „Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi,“ segir Halla Sigrún. Fréttatilkynningu frá Höllu Sigrúnu má sjá hér að neðan.Af gefnu tilefni vil ég taka fram að í öllum mínum fjárfestingum hef ég ávallt farið eftir gildandi lögum og reglum. Ég hef gætt þess að upplýsa alla hlutaðeigandi aðila um þátttöku mína í íslensku atvinnulífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi persónulegu viðskipti mín tortryggileg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugsanlegum hagsmunaárekstrum í störfum mínum eða jafnvel sagt ósatt. Slíkar ásakanir tek ég alvarlega.Í umfjöllun fjölmiðla hefur því verið haldið fram að ég hafi verið hluthafi í Skeljungi og hagnast á sölu félagsins seint á síðasta ári. Þetta er ekki rétt. Ég keypti hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. Íslandsbanki, þar sem ég starfaði áður, hafði ekkert með þessi viðskipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrotabúi Fons eignarhaldsfélagi. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi.Ég hef kosið að ræða ekki persónuleg fjármál við fjölmiðla. Hins vegar hef ég ávallt upplýst alla sem eiga hagsmuna að gæta um aðkomu mína að þessum viðskiptum og öðrum. Á það við um fyrrum vinnuveitendur og þegar ég settist í stjórn Fjármálaeftirlitsins í desember 2013, þegar farið var ítarlega yfir öll mín umsvif og engu haldið eftir.Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til einstaklinga sem taka að sér störf á vegum hins opinbera. Á það ekki síst við um formennsku í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athugasemdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar viðskipti mín eru gerð tortryggileg og fræjum efasemda sáð um heilindi mín. Þegar við bætist að fjölskylda mín er áreitt af fréttamönnum get ég ekki annað en brugðist við. Ég hef því tilkynnt fjármálaráðherra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins verði framlengd þegar hún rennur út í lok árs. Tengdar fréttir Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. 28. október 2014 18:41 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs. Hún segir að fjölskylda sín hafi verið áreitt af fréttamönnum undanfarna daga. Halla Sigrún hafnar því í yfirlýsingu að hún hafi átt hlut í Skeljungi líkt og fullyrt hefur verið.Morgunblaðið sagði frá því í gær að Halla Sigrún hefði hagnast um 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Félag í eigu Höllu sigrúnar fór með 22 prósenta hlut í Heddu eignarhaldsfélagi sem átti fjórðungshlut í Skeljungi og 66 prósenta hlut í P/F Magn.Halla Sigrún segist hafa keypt hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. „Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi,“ segir Halla Sigrún. Fréttatilkynningu frá Höllu Sigrúnu má sjá hér að neðan.Af gefnu tilefni vil ég taka fram að í öllum mínum fjárfestingum hef ég ávallt farið eftir gildandi lögum og reglum. Ég hef gætt þess að upplýsa alla hlutaðeigandi aðila um þátttöku mína í íslensku atvinnulífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi persónulegu viðskipti mín tortryggileg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugsanlegum hagsmunaárekstrum í störfum mínum eða jafnvel sagt ósatt. Slíkar ásakanir tek ég alvarlega.Í umfjöllun fjölmiðla hefur því verið haldið fram að ég hafi verið hluthafi í Skeljungi og hagnast á sölu félagsins seint á síðasta ári. Þetta er ekki rétt. Ég keypti hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. Íslandsbanki, þar sem ég starfaði áður, hafði ekkert með þessi viðskipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrotabúi Fons eignarhaldsfélagi. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi.Ég hef kosið að ræða ekki persónuleg fjármál við fjölmiðla. Hins vegar hef ég ávallt upplýst alla sem eiga hagsmuna að gæta um aðkomu mína að þessum viðskiptum og öðrum. Á það við um fyrrum vinnuveitendur og þegar ég settist í stjórn Fjármálaeftirlitsins í desember 2013, þegar farið var ítarlega yfir öll mín umsvif og engu haldið eftir.Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til einstaklinga sem taka að sér störf á vegum hins opinbera. Á það ekki síst við um formennsku í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athugasemdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar viðskipti mín eru gerð tortryggileg og fræjum efasemda sáð um heilindi mín. Þegar við bætist að fjölskylda mín er áreitt af fréttamönnum get ég ekki annað en brugðist við. Ég hef því tilkynnt fjármálaráðherra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins verði framlengd þegar hún rennur út í lok árs.
Tengdar fréttir Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. 28. október 2014 18:41 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. 28. október 2014 18:41
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent