Halla Sigrún hættir hjá FME um áramótin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2014 14:25 Halla Sigrún Hjartardóttir. Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs. Hún segir að fjölskylda sín hafi verið áreitt af fréttamönnum undanfarna daga. Halla Sigrún hafnar því í yfirlýsingu að hún hafi átt hlut í Skeljungi líkt og fullyrt hefur verið.Morgunblaðið sagði frá því í gær að Halla Sigrún hefði hagnast um 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Félag í eigu Höllu sigrúnar fór með 22 prósenta hlut í Heddu eignarhaldsfélagi sem átti fjórðungshlut í Skeljungi og 66 prósenta hlut í P/F Magn.Halla Sigrún segist hafa keypt hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. „Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi,“ segir Halla Sigrún. Fréttatilkynningu frá Höllu Sigrúnu má sjá hér að neðan.Af gefnu tilefni vil ég taka fram að í öllum mínum fjárfestingum hef ég ávallt farið eftir gildandi lögum og reglum. Ég hef gætt þess að upplýsa alla hlutaðeigandi aðila um þátttöku mína í íslensku atvinnulífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi persónulegu viðskipti mín tortryggileg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugsanlegum hagsmunaárekstrum í störfum mínum eða jafnvel sagt ósatt. Slíkar ásakanir tek ég alvarlega.Í umfjöllun fjölmiðla hefur því verið haldið fram að ég hafi verið hluthafi í Skeljungi og hagnast á sölu félagsins seint á síðasta ári. Þetta er ekki rétt. Ég keypti hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. Íslandsbanki, þar sem ég starfaði áður, hafði ekkert með þessi viðskipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrotabúi Fons eignarhaldsfélagi. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi.Ég hef kosið að ræða ekki persónuleg fjármál við fjölmiðla. Hins vegar hef ég ávallt upplýst alla sem eiga hagsmuna að gæta um aðkomu mína að þessum viðskiptum og öðrum. Á það við um fyrrum vinnuveitendur og þegar ég settist í stjórn Fjármálaeftirlitsins í desember 2013, þegar farið var ítarlega yfir öll mín umsvif og engu haldið eftir.Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til einstaklinga sem taka að sér störf á vegum hins opinbera. Á það ekki síst við um formennsku í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athugasemdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar viðskipti mín eru gerð tortryggileg og fræjum efasemda sáð um heilindi mín. Þegar við bætist að fjölskylda mín er áreitt af fréttamönnum get ég ekki annað en brugðist við. Ég hef því tilkynnt fjármálaráðherra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins verði framlengd þegar hún rennur út í lok árs. Tengdar fréttir Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. 28. október 2014 18:41 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs. Hún segir að fjölskylda sín hafi verið áreitt af fréttamönnum undanfarna daga. Halla Sigrún hafnar því í yfirlýsingu að hún hafi átt hlut í Skeljungi líkt og fullyrt hefur verið.Morgunblaðið sagði frá því í gær að Halla Sigrún hefði hagnast um 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013, á sama tíma og hún tók sæti sem stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Félag í eigu Höllu sigrúnar fór með 22 prósenta hlut í Heddu eignarhaldsfélagi sem átti fjórðungshlut í Skeljungi og 66 prósenta hlut í P/F Magn.Halla Sigrún segist hafa keypt hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. „Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi,“ segir Halla Sigrún. Fréttatilkynningu frá Höllu Sigrúnu má sjá hér að neðan.Af gefnu tilefni vil ég taka fram að í öllum mínum fjárfestingum hef ég ávallt farið eftir gildandi lögum og reglum. Ég hef gætt þess að upplýsa alla hlutaðeigandi aðila um þátttöku mína í íslensku atvinnulífi þegar það hefur átt við. Mér þykir miður þegar reynt er að gera þessi persónulegu viðskipti mín tortryggileg, ekki síst þegar gefið er í skyn að ég hafi ekki gætt að hugsanlegum hagsmunaárekstrum í störfum mínum eða jafnvel sagt ósatt. Slíkar ásakanir tek ég alvarlega.Í umfjöllun fjölmiðla hefur því verið haldið fram að ég hafi verið hluthafi í Skeljungi og hagnast á sölu félagsins seint á síðasta ári. Þetta er ekki rétt. Ég keypti hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn í gegnum eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sumarið 2011. Íslandsbanki, þar sem ég starfaði áður, hafði ekkert með þessi viðskipti að gera enda var P/F Magn keypt af þrotabúi Fons eignarhaldsfélagi. Hlut minn í Heddu ehf. keypti ég af eigendum Skeljungs. Eigendur Skeljungs tóku síðar þá ákvörðun að Skeljungur eignaðist hlut þeirra í Heddu ehf., og greiddi með bréfum í félaginu. Þótt bréf í Skeljungi væru í eigu Heddu ehf. voru þau séreign eigenda Skeljungs. Ég átti aldrei hlut í Skeljungi, né hafði ég nokkurn tíma fjárhagslegan ávinning af því félagi.Ég hef kosið að ræða ekki persónuleg fjármál við fjölmiðla. Hins vegar hef ég ávallt upplýst alla sem eiga hagsmuna að gæta um aðkomu mína að þessum viðskiptum og öðrum. Á það við um fyrrum vinnuveitendur og þegar ég settist í stjórn Fjármálaeftirlitsins í desember 2013, þegar farið var ítarlega yfir öll mín umsvif og engu haldið eftir.Ég geri mér grein fyrir því að gerð er rík krafa til einstaklinga sem taka að sér störf á vegum hins opinbera. Á það ekki síst við um formennsku í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þeir sem taka að sér slík störf þurfa að þola að um þá sé fjallað og geri ég engar athugasemdir við það. Hins vegar finnst mér langt til seilst þegar viðskipti mín eru gerð tortryggileg og fræjum efasemda sáð um heilindi mín. Þegar við bætist að fjölskylda mín er áreitt af fréttamönnum get ég ekki annað en brugðist við. Ég hef því tilkynnt fjármálaráðherra að ég muni ekki óska eftir því að skipun mín sem stjórnarformanns Fjármálaeftirlitsins verði framlengd þegar hún rennur út í lok árs.
Tengdar fréttir Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. 28. október 2014 18:41 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Mega kaupa og selja hlutabréf samhliða störfum hjá FME Starfsmönnum og stjórnarmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt að kaupa og selja hlutabréf svo lengi sem þau eru ekki í fyrirtækjum sem eru eftirlitsskyldir aðilar. Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hagnaðist um 830 milljónir króna þegar hún seldi hlutabréf sín í Skeljungi. 28. október 2014 18:41
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent