Tonnin flæða inn og út í mestu fiskihöfn landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 20:00 Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Norðfjarðarhöfn er orðin umsvifamesta fiskihöfn Íslands. Mörg hundruð tonn af fiski flæða inn og út úr höfninni á hverjum degi og stærðarinnar fiskiskip og flutningaskip liggja í röðum við bryggjurnar. Þarna lágu sex skip í stærðarflokknum þúsund til tvö þúsund tonn, - sum raunar ennþá stærri, - ýmist að landa eða búa sig til brottfarar. Jón Gunnar Sigurjónsson, vinnslustjóri fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í fréttum Stöðvar 2 að svona væri þetta yfirleitt mest allt árið. Fyrst kæmi loðnuvertíðin, svo síldar- og makrílvertíðin yfir sumarið, og núna væri íslenska síldin að byrja. Flutningaskipið var að taka við afurðunum til útflutnings. „Það er verið að skipa út 700-800 tonnum á sólarhring. Þannig að það er eiginlega verið að skipa út stanslaust hér alla daga. Það eru frystiskip að landa hérna og svo erum við að framleiða 400 tonn á sólarhring í frystigeymsluna. Þetta er eiginlega inn og út alla daga,“ sagði Jón Gunnar.Skipin liggja þétt í röð við bryggju á Norðfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Tölurnar staðfesta að Norðfjarðarhöfn trónir á toppnum meðal íslenskra fiskihafna. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að árið 2013 hafi afli að landi á Norðfirði verið 216 þúsund tonn. „Það er mesti afli sem barst til einstakrar hafnar það árið. Ég held að Vestmannaeyjar komi á eftir okkur, með í kringum 209 þúsund tonn, ef ég man rétt,“ sagði Páll Björgvin. Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar starfa um eitthundrað manns þegar unnið er á þrískiptum vöktum. „Fólkið hefur ágætis kaup í þessari vinnslu, svona þegar verið er að vinna vaktir,“ sagði Jón Gunnar. Þessa dagana er það mest flökuð og heilfryst síld á leið til Póllands og Rússlands sem er að gefa peningana. „Verðin hafa bara verið mjög góð. Það láta allir vel af því.“Börkur NK 122, eitt af skipum Síldarvinnslunnar, er 2.190 brúttótonn að stærð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent