Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 11:36 Steinþór Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri, og þrír undirmenn hans eru ákærðir af Sérstökum saksóknara fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Tæknilegir örðugleikar voru í upphafi þar sem ekki náðist að hringa í fyrsta vitni dagsins, Svöfu Grönfeldt, sem er stödd í Suður-Kóreu. Dagskráin riðlaðist því strax í upphafi og var Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, kallaður inn í staðinn sem fyrsta vitni dagsins. Steinþór hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 skilorðsbundna, í Imon-málinu fyrr á þessu ári. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og var Steinþór ósáttur við að vera kallaður til sem vitni. „Nú er ég í þeirri fáheyrðu stöðu að vera saklaus dæmdur í máli sem var klofið frá þessu máli. Skil ég rétt að það sé verið að rétta aftur í því máli? Mér skildist á fjölmiðlum í gær að það væri verið að spyrja um það mál. Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál sem er búið að áfrýja til Hæstaréttar og er enn fyrir dómstólum. Er það ekki ólöglegt?“ sagði Steinþór áður en nokkrar spurningar höfðu verið bornar fram. „Þá er þessu bara lokið,“ svaraði dómsformaður, Ragnheiður Harðardóttir, og fór Steinþór úr dómsal án þess að bera vitni. Var því dagskráin allt í einu komin á undan áætlun og var mikil gleði með það í dómsal. Svo náðist í Svöfu Grönfeldt og var hún spurð út í starf bankaráðs sem hún sat í á árunum 2007-2008. Greindi hún almennt frá störfum ráðsins auk þess sem hún var spurð út í hvort að ráðið hafi eitthvað sérstaklega rætt einstaka þætti í starfsemi eigin fjárfestinga bankans vegna kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Sagði hún svo ekki hafa verið; bankaráð hafi rætt stöðu bankans í heild en ekki einstaka viðskipti og farið yfir mánaðarlegt uppgjör og ársfjórðungsuppgjör bankans. Undir þetta tók Kjartan Gunnarsson sem einnig átti sæti í bankaráði á ákærutímabilinu og bar vitni í morgun. Bæði Kjartan og Svafa báru að einstaka lánveitingar hefðu ekki verið ræddar innan bankaráðs nema þá lán sem voru til tengdra aðila. Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans halda áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri, og þrír undirmenn hans eru ákærðir af Sérstökum saksóknara fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Tæknilegir örðugleikar voru í upphafi þar sem ekki náðist að hringa í fyrsta vitni dagsins, Svöfu Grönfeldt, sem er stödd í Suður-Kóreu. Dagskráin riðlaðist því strax í upphafi og var Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, kallaður inn í staðinn sem fyrsta vitni dagsins. Steinþór hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 skilorðsbundna, í Imon-málinu fyrr á þessu ári. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og var Steinþór ósáttur við að vera kallaður til sem vitni. „Nú er ég í þeirri fáheyrðu stöðu að vera saklaus dæmdur í máli sem var klofið frá þessu máli. Skil ég rétt að það sé verið að rétta aftur í því máli? Mér skildist á fjölmiðlum í gær að það væri verið að spyrja um það mál. Ég get auðvitað ekki tjáð mig um mál sem er búið að áfrýja til Hæstaréttar og er enn fyrir dómstólum. Er það ekki ólöglegt?“ sagði Steinþór áður en nokkrar spurningar höfðu verið bornar fram. „Þá er þessu bara lokið,“ svaraði dómsformaður, Ragnheiður Harðardóttir, og fór Steinþór úr dómsal án þess að bera vitni. Var því dagskráin allt í einu komin á undan áætlun og var mikil gleði með það í dómsal. Svo náðist í Svöfu Grönfeldt og var hún spurð út í starf bankaráðs sem hún sat í á árunum 2007-2008. Greindi hún almennt frá störfum ráðsins auk þess sem hún var spurð út í hvort að ráðið hafi eitthvað sérstaklega rætt einstaka þætti í starfsemi eigin fjárfestinga bankans vegna kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Sagði hún svo ekki hafa verið; bankaráð hafi rætt stöðu bankans í heild en ekki einstaka viðskipti og farið yfir mánaðarlegt uppgjör og ársfjórðungsuppgjör bankans. Undir þetta tók Kjartan Gunnarsson sem einnig átti sæti í bankaráði á ákærutímabilinu og bar vitni í morgun. Bæði Kjartan og Svafa báru að einstaka lánveitingar hefðu ekki verið ræddar innan bankaráðs nema þá lán sem voru til tengdra aðila.
Tengdar fréttir „Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31 „Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24 Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 „Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55 Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Átti aldrei von á því að Davíð Oddsson myndi sprengja Glitni í loft upp“ Sigurjón Árnason neitaði að hafa þekkt eitthvað til viðskipta með eigin bréf Landsbankans fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 15:31
„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Skýrslutaka yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 8. október 2014 12:24
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37
„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“ Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun. 1. október 2014 19:55
Kom ekki nálægt rannsókn á markaðsmisnotkun Landsbankans Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður Sérstaks saksóknara, bar í dag vitni í markaðsmisnotkunarmáli sem höfðað er gegn fjórum fyrrum stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans. 9. október 2014 18:52
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent