Innlent

Hagstofan segist ekki reikna út neysluviðmið í útgjaldarannsókn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í útgjaldarannsókn Hagstofunnar er ekki spurt um fjölda máltíða eða kostnað við hverja máltíð.
Í útgjaldarannsókn Hagstofunnar er ekki spurt um fjölda máltíða eða kostnað við hverja máltíð. Vísir/Anton
Hagstofa Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðu um matarútgjöld í fjölmiðlum seinustu daga.

Í tilkynningunni segir að Hagstofan hafi ekki komið að þeim útreikningum sem koma fram í frumvarpi fjármálaráðuneytisins um breytingar á lögum um virðisaukaskatt. Niðurstöðurnar sem ráðuneytið notar í hverju dæmi fyrir sig um útgjöld heimilanna eru settar fram af ráðuneytinu en ekki fengnar úr útgjaldarannsókn Hagsofunnar.

Þá segir jafnframt að Hagstofan reikni ekki út neysluviðmið. Einungis sé reglulega kannað hver raunveruleg útgjöld heimilanna eru. Þá kemur einnig fram að í útgjaldarannsókn Hagstofunnar sé ekki spurt um fjölda máltíða og kostnað við hverja máltíð, þar sem líklegt sé að svörin yrðu mjög mismunandi eftir gerð heimila og þeim einstaklingum sem taka þátt í rannsókninni.

Tilkynninguna í heild sinni má sjá hér og hér má sjá nokkrar spurningar og svör um útgjaldarannsókn Hagstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×