Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 18:45 Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. Stefnt er að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Raunar eru Þingeyingar farnir að sjá forsmekkinn að því sem koma skal með jarðvegsvinnu sem stendur yfir á Þeistareykjum vegna jarðvarmavirkjunar sem Landsvirkjun hyggst reisa. Það hefur hins vegar verið beðið eftir því að PCC lyki fjármögnun verksmiðjunnar. Hún virðist nú tryggð því samkvæmt uppýsingum Snæbjörns Sigurðarsonar, verkefnisstjóra Norðurþings, hefur PCC tilkynnt sveitarfélaginu að aðallánveitandinn, þýski sparisjóðabankinn KfW, hafi samþykkt lánveitinguna. Það gerðist eftir að þýska ríkið féllst í síðustu viku á að veita bakábyrgð. Áætlað er að um það bil tveir þriðju hlutar lánsfjármögnunar komi frá þýska bankanum og að um þriðjungur komi frá íslenskum lífeyrissjóðum. Þess er vænst að gengið verði frá samningum við lífeyrissjóðina í kringum næstu mánaðamót og að í framhaldinu verði öllum fyrirvörum í samningum vegna verkefnisins aflétt, þar á meðal í orkusamningi PCC og Landsvirkjunar. PCC stefnir að endanlegri ákvörðun í desember og segir bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, stefnt að því að framkvæmdir fari af stað strax í vetur. Fyrir Þingeyjarsýslur er þetta risadæmi, fjárfesting upp á 80 milljarða króna, í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og kallar á allt að 700 manns í vinnu við uppbyggingu, þegar mest verður á næstu þremur árum. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Von á ákvörðun um 400 ný störf Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. 5. júlí 2014 19:30 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. Stefnt er að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Raunar eru Þingeyingar farnir að sjá forsmekkinn að því sem koma skal með jarðvegsvinnu sem stendur yfir á Þeistareykjum vegna jarðvarmavirkjunar sem Landsvirkjun hyggst reisa. Það hefur hins vegar verið beðið eftir því að PCC lyki fjármögnun verksmiðjunnar. Hún virðist nú tryggð því samkvæmt uppýsingum Snæbjörns Sigurðarsonar, verkefnisstjóra Norðurþings, hefur PCC tilkynnt sveitarfélaginu að aðallánveitandinn, þýski sparisjóðabankinn KfW, hafi samþykkt lánveitinguna. Það gerðist eftir að þýska ríkið féllst í síðustu viku á að veita bakábyrgð. Áætlað er að um það bil tveir þriðju hlutar lánsfjármögnunar komi frá þýska bankanum og að um þriðjungur komi frá íslenskum lífeyrissjóðum. Þess er vænst að gengið verði frá samningum við lífeyrissjóðina í kringum næstu mánaðamót og að í framhaldinu verði öllum fyrirvörum í samningum vegna verkefnisins aflétt, þar á meðal í orkusamningi PCC og Landsvirkjunar. PCC stefnir að endanlegri ákvörðun í desember og segir bæjarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, stefnt að því að framkvæmdir fari af stað strax í vetur. Fyrir Þingeyjarsýslur er þetta risadæmi, fjárfesting upp á 80 milljarða króna, í verksmiðju, orkumannvirkjum og innviðum, og kallar á allt að 700 manns í vinnu við uppbyggingu, þegar mest verður á næstu þremur árum.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Von á ákvörðun um 400 ný störf Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. 5. júlí 2014 19:30 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Von á ákvörðun um 400 ný störf Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. 5. júlí 2014 19:30
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26
Skóflustunga tekin að kísilverksmiðju í Helguvík Gert er ráð fyrir að starfsemi verksmiðjunnar hefjist á fyrri hluta ársins 2016. 27. ágúst 2014 16:10
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15