Hvar á áfengið heima? Lars Óli Jessen skrifar 2. október 2014 12:34 Til að byrja með vil ég að allir ímyndi sér að nú væri nýbúið að uppgötva áfengi og almenningur vissi ekkert hvað það væri. Hópur sérfræðinga kemur fram á sjónarsviðið og segir frá efni sem þeir hafa fundið upp á, áfengi. Þetta er efni sem hefur áhrif á heilann á þann veg að maður tekur ákvarðanir án þess að hugsa eins mikið um afleiðingar þeirra. Efnið lætur mann gera minna úthugsaða hluti, hluti sem maður myndi jafnvel aldrei gera undir venjulegum kringustæðum. Sé miklu magni neytt á stuttum tíma verður manni flökurt, höfuðverkur fylgir, svimi og fleiri óþægindi sem geta endað með uppköstum, svo ekki sé talað um heilsuna daginn eftir. Til langs tíma getur þetta nýja efni skemmt lifrina, vöðvakerfið verður lélegra, hjarta- og æðakerfið verður óskilvirkara og svo mætti áfram telja. Hver væru viðbrögð almennings? Hver væri þín skoðun á þessu nýja efni? Vissulega er þetta mjög svört mynd af neyslu áfengis. Vissulega er oftast ekkert nema gaman að skemmta sér þegar áfengi er við hönd. Vissulega drekka fæstir áfengi það oft að það hafi veruleg langvarandi áhrif á þá. En óneitanlega eru of mörg tilfelli þar sem áfengi leikur fólk grátt og óneitanlega er áfengi varningur sem varla getur talist sem venjuleg neysluvara.Áfengisaldurinn Það er ekki að ástæðulausu að fólk má ekki kaupa áfengi fyrr en það er orðið tvítugt. Óþarfi er að nefna allar ástæður þess, en þegar allt er tekið saman er það fyrst og fremst vegna þess að áfengi hefur slæm áhrif á vöxt og þroska barna og unglinga. Aukið aðgengi stuðlar að aukinni neyslu. Því væri af og frá að lækka aldurstakmörkin þar sem líkur eru á því að ungt fólk myndi byrja að drekka fyrr, sem og drekka oftar og meira. En af hverju þá að auka aðgengi að áfengi með því að færa það í kjörbúðir? Verslanir ÁTVR taka mjög strangt á því að selja ekki áfengi til þeirra sem hafa ekki náð tilskyldum aldri. Mikil samfélagsleg ábyrgð fylgir því að fara eftir þessum reglum og enginn fær vinnu hjá ÁTVR án þess að vera með þær 100% á hreinu, auk þess sem enginn undir 20 ára aldri vinnur hjá þeim við að selja áfengi. Miðað við starfsmannamál í flestum kjörbúðum landsins í dag yrðu hæfniskröfur til starfsmanna aldrei þær sömu og hjá ÁTVR, auk þess sem krafa um lágmarksaldur stæðist ekki. Stór hluti starfsmanna eru unglingar sem þyrftu þá bæði að vinna í kringum áfengi, sem og að selja það. Hugmyndir hafa verið uppi um að sér afgreiðslukassar væru í búðum fyrir þá sem kaupa áfengi og að starfsmaður á þeim kassa væri a.m.k. tvítugur. Á háannatíma væri það mjög tímafrekt fyrir viðskiptavini, auk þess sem yngri starfsmenn þyrftu alltaf að koma að vinnunni kringum áfengið á einn eða annan hátt, t.d. á lager. Ungir viðskiptavinir myndu eflaust forvitnast fyrr um áfengi og jafnvel reyna frekar að komast upp með að kaupa það áður en þeir hafa náð tvítugsaldri. Niðurstaðan væri alltaf sú að ungt fólk færi að umgangast áfengi fyrr en ella, sem eykur líkurnar á að þau byrji að drekka fyrr.Ódýrara og meira úrval Því hefur verið haldið fram að með því að færa áfengissölu í kjörbúðir yrði áfengi ódýrara fyrir viðskiptavini, sem og að úrvalið myndi aukast. Kjörbúðir eru undantekningarlaust einkareknar, þar sem allt snýst um peningainnkomu og peningaeyðslu. Hvaða trygging er þá fyrir því að verðið verði lægra en það er í ÁTVR? Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru álagningar hjá ÁTVR 18% á bjór og léttvíni, en 12% á sterku áfengi. Þessar álagningar eru einungis gerðar til þess að standa undir kostnaði við rekstur fyrirtækisins, eins og launakostnað og annan hefðbundinn kostnað. Aftur á móti er skattlagning á áfengi allt annað mál og mun hún haldast óbreytt hvort sem salan fer fram hjá ÁTVR eða einkaaðilum. Meðal álagning kjörbúða er mun hærri en 20% og eru því hverfandi líkur á því að viðskiptavinir fái áfengið á betri kjörum. Einkareknar búðir vilja skiljanlega selja viðskiptavinum sínum sem mest og sem dýrast til þess að hagnast sem mest. Þessu fylgir takmörkuð ábyrgð, en ÁTVR selur viðskiptavinum sínum áfengi alfarið eftir því hvað hver og einn vill. Ekki er reynt að hafa áhrif á kaup með þeim vilja að auka söluna, heldur er viðskiptavinum einungis gefin ráðgjöf sé spurt eftir henni. Þess má geta að síðasta vor fór fram könnun meðal viðskiptavina um hversu góð þjónustan er í mismunandi búðum þar sem Vínbúðirnar voru kosnar með bestu þjónustuna. Vínbúðir ÁTVR hafa í boði um 2000 vörutegundir, þó svo að eins og í flestum verslunum skili um 10% varanna um 90% af hagnaðinum. Einkareknum verslunum ber engin skylda til þess að halda sama vöruúrvali og því lítil ástæða fyrir hefðbundnar kjörbúðir að selja fleiri tegundir en einungis þær sem eru arðbærastar. Fullyrðingar um aukið vöruúrval ef áfengi væri selt í kjörbúðum eru því með öllu rangar. Þvert á móti myndu flestar búðir selja eingöngu það sem þær hagnast mest á. Fyrir viðskiptavininn væri því minna úrval í boði og engin staðfesting er á lægra vöruverði. Áfengisneysla barna og unglinga Samkvæmt skýrslu R&G um þróun vímuefnaneyslu hjá börnum og unglingum hefur áfengisneysla dregist mikið saman síðan mælingar hjá þeim hófust árið 1997. Ísland stendur einna fremst á heimsvísu í þessum málum og megum við vera stolt af því. Ein af mörgum ástæðum þessa árangurs er talin vera takmarkað aðgengi ungmenna að áfengi. Hver eru því rökin á bakvið það að auka aðgengið með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila? Á áfengi eitthvað erindi í hillu við hliðina á mjólkinni og brauðinu? Er virkilega það erfitt að koma við á einum stað í viðbót við innkaupin til þess að réttlætanlegt sé að fórna öllu því jákvæða sem fylgir því að hafa áfengissölu aðskilda frá öðrum neysluvörum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég að allir ímyndi sér að nú væri nýbúið að uppgötva áfengi og almenningur vissi ekkert hvað það væri. Hópur sérfræðinga kemur fram á sjónarsviðið og segir frá efni sem þeir hafa fundið upp á, áfengi. Þetta er efni sem hefur áhrif á heilann á þann veg að maður tekur ákvarðanir án þess að hugsa eins mikið um afleiðingar þeirra. Efnið lætur mann gera minna úthugsaða hluti, hluti sem maður myndi jafnvel aldrei gera undir venjulegum kringustæðum. Sé miklu magni neytt á stuttum tíma verður manni flökurt, höfuðverkur fylgir, svimi og fleiri óþægindi sem geta endað með uppköstum, svo ekki sé talað um heilsuna daginn eftir. Til langs tíma getur þetta nýja efni skemmt lifrina, vöðvakerfið verður lélegra, hjarta- og æðakerfið verður óskilvirkara og svo mætti áfram telja. Hver væru viðbrögð almennings? Hver væri þín skoðun á þessu nýja efni? Vissulega er þetta mjög svört mynd af neyslu áfengis. Vissulega er oftast ekkert nema gaman að skemmta sér þegar áfengi er við hönd. Vissulega drekka fæstir áfengi það oft að það hafi veruleg langvarandi áhrif á þá. En óneitanlega eru of mörg tilfelli þar sem áfengi leikur fólk grátt og óneitanlega er áfengi varningur sem varla getur talist sem venjuleg neysluvara.Áfengisaldurinn Það er ekki að ástæðulausu að fólk má ekki kaupa áfengi fyrr en það er orðið tvítugt. Óþarfi er að nefna allar ástæður þess, en þegar allt er tekið saman er það fyrst og fremst vegna þess að áfengi hefur slæm áhrif á vöxt og þroska barna og unglinga. Aukið aðgengi stuðlar að aukinni neyslu. Því væri af og frá að lækka aldurstakmörkin þar sem líkur eru á því að ungt fólk myndi byrja að drekka fyrr, sem og drekka oftar og meira. En af hverju þá að auka aðgengi að áfengi með því að færa það í kjörbúðir? Verslanir ÁTVR taka mjög strangt á því að selja ekki áfengi til þeirra sem hafa ekki náð tilskyldum aldri. Mikil samfélagsleg ábyrgð fylgir því að fara eftir þessum reglum og enginn fær vinnu hjá ÁTVR án þess að vera með þær 100% á hreinu, auk þess sem enginn undir 20 ára aldri vinnur hjá þeim við að selja áfengi. Miðað við starfsmannamál í flestum kjörbúðum landsins í dag yrðu hæfniskröfur til starfsmanna aldrei þær sömu og hjá ÁTVR, auk þess sem krafa um lágmarksaldur stæðist ekki. Stór hluti starfsmanna eru unglingar sem þyrftu þá bæði að vinna í kringum áfengi, sem og að selja það. Hugmyndir hafa verið uppi um að sér afgreiðslukassar væru í búðum fyrir þá sem kaupa áfengi og að starfsmaður á þeim kassa væri a.m.k. tvítugur. Á háannatíma væri það mjög tímafrekt fyrir viðskiptavini, auk þess sem yngri starfsmenn þyrftu alltaf að koma að vinnunni kringum áfengið á einn eða annan hátt, t.d. á lager. Ungir viðskiptavinir myndu eflaust forvitnast fyrr um áfengi og jafnvel reyna frekar að komast upp með að kaupa það áður en þeir hafa náð tvítugsaldri. Niðurstaðan væri alltaf sú að ungt fólk færi að umgangast áfengi fyrr en ella, sem eykur líkurnar á að þau byrji að drekka fyrr.Ódýrara og meira úrval Því hefur verið haldið fram að með því að færa áfengissölu í kjörbúðir yrði áfengi ódýrara fyrir viðskiptavini, sem og að úrvalið myndi aukast. Kjörbúðir eru undantekningarlaust einkareknar, þar sem allt snýst um peningainnkomu og peningaeyðslu. Hvaða trygging er þá fyrir því að verðið verði lægra en það er í ÁTVR? Samkvæmt heimasíðu ÁTVR eru álagningar hjá ÁTVR 18% á bjór og léttvíni, en 12% á sterku áfengi. Þessar álagningar eru einungis gerðar til þess að standa undir kostnaði við rekstur fyrirtækisins, eins og launakostnað og annan hefðbundinn kostnað. Aftur á móti er skattlagning á áfengi allt annað mál og mun hún haldast óbreytt hvort sem salan fer fram hjá ÁTVR eða einkaaðilum. Meðal álagning kjörbúða er mun hærri en 20% og eru því hverfandi líkur á því að viðskiptavinir fái áfengið á betri kjörum. Einkareknar búðir vilja skiljanlega selja viðskiptavinum sínum sem mest og sem dýrast til þess að hagnast sem mest. Þessu fylgir takmörkuð ábyrgð, en ÁTVR selur viðskiptavinum sínum áfengi alfarið eftir því hvað hver og einn vill. Ekki er reynt að hafa áhrif á kaup með þeim vilja að auka söluna, heldur er viðskiptavinum einungis gefin ráðgjöf sé spurt eftir henni. Þess má geta að síðasta vor fór fram könnun meðal viðskiptavina um hversu góð þjónustan er í mismunandi búðum þar sem Vínbúðirnar voru kosnar með bestu þjónustuna. Vínbúðir ÁTVR hafa í boði um 2000 vörutegundir, þó svo að eins og í flestum verslunum skili um 10% varanna um 90% af hagnaðinum. Einkareknum verslunum ber engin skylda til þess að halda sama vöruúrvali og því lítil ástæða fyrir hefðbundnar kjörbúðir að selja fleiri tegundir en einungis þær sem eru arðbærastar. Fullyrðingar um aukið vöruúrval ef áfengi væri selt í kjörbúðum eru því með öllu rangar. Þvert á móti myndu flestar búðir selja eingöngu það sem þær hagnast mest á. Fyrir viðskiptavininn væri því minna úrval í boði og engin staðfesting er á lægra vöruverði. Áfengisneysla barna og unglinga Samkvæmt skýrslu R&G um þróun vímuefnaneyslu hjá börnum og unglingum hefur áfengisneysla dregist mikið saman síðan mælingar hjá þeim hófust árið 1997. Ísland stendur einna fremst á heimsvísu í þessum málum og megum við vera stolt af því. Ein af mörgum ástæðum þessa árangurs er talin vera takmarkað aðgengi ungmenna að áfengi. Hver eru því rökin á bakvið það að auka aðgengið með því að færa áfengissölu frá ÁTVR til einkaaðila? Á áfengi eitthvað erindi í hillu við hliðina á mjólkinni og brauðinu? Er virkilega það erfitt að koma við á einum stað í viðbót við innkaupin til þess að réttlætanlegt sé að fórna öllu því jákvæða sem fylgir því að hafa áfengissölu aðskilda frá öðrum neysluvörum?
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun