Innlent

Sleginn ítrekað með glerflösku í höfuð: Þurfti að sauma sextán spor

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skemmtistaðurinn Dillon á Laugavegi.
Skemmtistaðurinn Dillon á Laugavegi. Vísir/Pjetur
35 ára karlmaður er ákærður fyrir að hafa slegið ítrekað með glerflösku í höfuðið á 51 árs gömlum karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Dillon við Laugaveg. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 9. september 2012 að því er fram kemur í ákæru.

Maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði; þrjá skurði á enni, einn 4-5 cm langan skurð vinstra megin, 6-7 cm langan skurð fyrir miðju og 2 cm langan skurð hægra megin. Voru saumuð samtals sextán spor í skurðina á enni.

Sá sem varð fyrir árásinni krefst þess í einkaréttarkröfu að fá greidda eina milljón króna í miskabætur. Telst brotið varða 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×