Innlent

Stakk mann og gripinn með kannabisplöntur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Ernir
37 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að veitast að karlmanni með hníf á heimili sínu í Grafarvogi í Reykjavík. Maðurinn hlaut djúpan 6-7 cm langan skurð í lófa, djúpt sár yfir fingurgómi löngutangar, sár yfir litla fingur og fingurgómi vísifingurs sömu handar.

Brotið átti sér stað þann 11. janúar 2013. Sama kvöld fundust tvær kannabisplöntur í íbúð ákærða er lögregla mætti á vettvang.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×