Lánið hækkað um 11 milljónir: „Ég vildi fara öruggu leiðina“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. september 2014 12:48 Hér má sjá greiðsluseðilinn sem fer um Facebook. „Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?" Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
„Í dag ríkir mikill gleðidagur á heimilinu. Lánið okkar sem við tókum hjá íbúðalánasjóði sumarið 2006 upp á 18.000.000 skreið yfir 29.000.000 um þessi mánaðamót. Ég hef samviskusamlega greitt af því 83.437 - 132.365 krónur á mánuði, 96 gjalddaga sem leggst út á um rúmar 11.000.000 sem skemmtilegt nokk er sú upphæð sem lánið mitt hefur hækkað um á þeim 8 árum síðan ég tók það," skrifar Agla Þyrí Kristjánsdóttir á Facebook-síðu. Með færslunni birti hún mynd geriðsluseðli af húsnæðisláninu sínu. Myndin hefur vakið mikla athygli á Facebook; hefur verið deilt rúmlega sjö hundruð sinnum, um 630 manns hafa líkað við myndina og 93 athugasemdir hafa verið ritaðar við hana.Vildi fara öruggu leiðina „Við tókum 18 milljón króna húsnæðislán til 40 ára frá Íbúðarlánasjóði, maður sá að þessi gjaldeyrislán voru eitthvað svo mikil áhætta," segir Agla Þyrí í samtali við Vísi og bætir við: „Ég vildi fara öruggu leiðina," segir hún. Síðast greiðsluseðillinn sem Agla Þýrí borgaði af var sá 97. í röðinni, af 480 slíkum. Hið vísitölutengda lán hefur hækkað talsvert síðan Agla tók það ásamt eiginmanni sínum. Grunnvísitalan þegar lánið var tekið var 261,9 stig, en rúmum átta árum síðar er hún í 422,1 stigi. Greiðslubyrðin hefur farið úr um 83 þúsund krónum í um 132 þúsund krónur á mánuði.Viðbrögðin komu á óvart „Mér datt ekki í hug að þessi færsla myndi vekja svona sterk viðbrögð. Ég hef fengið margar athugasemdir. Einhverjir hafa bent á að virði hússins hafi líka hækkað. En við byggðum á sínum tíma í Bláskógabyggð. Ég bý ekki svo vel að búa í 101, virði hússins hefur haldist nokkuð stöðugt hérna hjá okkur. Allavega er þetta ekkert sem hefur einhver svakaleg áhrif," segir hún og heldur áfram: „Þessi mynd ætti bara að vera ágætis áminning fyrir alla. Þetta húsnæðiskerfi er ekki í lagi. Hvað ætli ég endi með að þurfa að borga fyrir húsið mitt? 120 milljónir?"
Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira