Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 10:03 Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Vísir/Anton Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni. Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni.
Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira