Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu á næsta ári en þetta er í fyrsta sinn sem körfuboltalandslið kemst í úrslitakeppni stórmóts.
Íslendingar eru einu nýliðarnir á mótinu á næsta ári en alls eru 24 þjóðir búnir að bóka farseðilinn á Eurobasket 2015.
Minnsta reynslu af EM af hinum þjóðunum hafa Georgíumenn sem eru komnir á sitt þriðja Evrópumót en Tékkar eru þarna í fjórða sinn.
Frakkar eru aftur á móti að fara að taka þátt í sínu 37. Evrópumóti og Ítalir eru með í 36. sinn. Þetta verður síðan 30. Evrópumótið hjá Spánverjum sem hafa unnið mótið tvisvar á síðustu fimm árum en Frakkar eru núverandi meistarar.
Evrópukeppnin á næsta ári verið 39. Evrópumótið frá upphafi en keppnin fer fram á tveggja ára fresti.
Úkraínumenn áttu að halda keppnina en hættu við í sumar vegna ótryggs ástands í landinu. Það kemur því ekki í ljós fyrr en í byrjun næsta mánaðar hvar keppnin mun fara fram.
Íslendingar eru einu nýliðarnir á EM 2015

Tengdar fréttir

Lettland sigraði í Rúmeníu | Jákvætt fyrir íslenska liðið
Lettland vann 12 stiga sigur á Rúmeníu á útivelli í undankeppni Evrópumótsins(e. Eurobasket) í dag. Sigur Lettlands léttir töluvert pressuna á íslenska liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu í kvöld.

Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM
Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn.