Ökklabrotnaði en landaði laxinum með berum höndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Birkir Björnsson við veriðar í Elliðaá í fyrra. Vísir/Úr einkasafni Veiðiferð Birkis Björnssonar í fyrradag endaði ekki vel. Birkir stökk út í Elliðaá, á eftir laxi sem var að sleppa og ökklabrotnaði í leiðinni. Hann þurfti að fara beint úr veiðinni á slysavarðstofuna. „Það er óneitanlega einkennilegt að sitja í vöðlum í hjólastól þar. Óska þess að enginn þurfi að leika það eftir,“ segir hann um veiðiferðina í fyrradag.Setti út litla flugu Birkir var við veiðar í fyrradag ásamt svila sínum, Atla Bergmann. Þeir höfðu bókað svæði í Elliðaálnum sem kallast Hraun. Birkir rifjar upp hvernig hann rölti á undan svila sínum að staðnum sem þeir ætluðu að veiða á. „Atli ætlaði að koma með bílinn þangað. Ég settist á bakkann við Hraunið og starði í strenginn og hugsaði um hvaða fluga myndi nú gera eitthvað fyrir okkur hérna,“ útskýrir hann. Birkir hitti menn sem höfðu verið við veiðar í Hrauni á undan honum og Atla. „Þeir höfðu ekki séð lax þarna. Ég hafði nú takmarkaða trú á því að það ástand héldi áfram og valdi að setja undir micro BlueCharm þyngda og krók nr. 16,“ útskýrir Birkir á fagmáli veiðimannsins. Birkir útskýrir að flugan og krókurinn séu í minni kantinum.Að hrökkva eða stökkva Hann sat einn við veiðar þegar lax beit á litlu fluguna. „Þá hófust þarna átök og vitandi það hve lítil flugan var þorði ég ekki að taka mikið á laxinum og var dágóða stund að þreyta hann. Ég kom honum inn í litla röst byrjaði rölta niður í átttina til hans, með það fyrir augum að landa honum. Þá gerðist það sem ég hafði hræðst; litli krókurinn gaf sig og datt úr. Laxinn lá því þarna hálfur í kafi og var byrjaður að skrölta út aftur.“ Orðatiltækið að hrökkva eða stökkva átti vel við þessar aðstæður; Birkir ákvað að slá til og hreinlegastökkva á eftir laxinum svo hann slyppi ekki aftur út í ána: „Ég hentist á eftir honum með þeim afleiðingum að ég festi löppina á milli steina hrundi niður og ökklabraut mig .En ég náði samt sem áður taki á laxinum og kom honum á land, með brotinn ökkla. Síðan kom ég sjálfum mér á land og þar lágum við hlið við hlið, laxinn og ég, dauðuppgefnir eftir baráttuna. Eftir að hafa náð andanum hringdi ég í Atla og bað um að klára að koma mér í land og afgreiða fiskinn áður en hann skoppaði aftur út í.“Með skottið á milli lappanna Birkir hvatti Atla til þess að láta þessi meiðsli ekki hafa áhrif á veiðimennskuna. Hann sagði Atla að halda áfram að veiða. „Svo með skottið á milli lappanna hringdi ég í frúna sem kom og keyrði mig á slysavarðstofuna. Það er óneitanlega einkennilegt að sitja í vöðlum í hjólastól þar. Óska þess að enginn þurfi að leika það eftir.“ Að lokinni röntgenmyndatöku og læknismeðferð hélt Birkir heim ásamt konu sinni. „Ég óskaði eftir því að fá grillaðan lax í kvöldmat og drekka með honum eðal hvítvín,“ segir hann. Birkir er vanur veiðimaður og á myndinni hér að ofan sést hann við veiðar í Elliðaá. Hann ætlar ekki að láta þetta á sig fá og mun aftur fara að veiða þegar hann hefur jafnað sig af brotinu. „En núna ligg ég heima og bryð verkjapillur.“ Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Veiðiferð Birkis Björnssonar í fyrradag endaði ekki vel. Birkir stökk út í Elliðaá, á eftir laxi sem var að sleppa og ökklabrotnaði í leiðinni. Hann þurfti að fara beint úr veiðinni á slysavarðstofuna. „Það er óneitanlega einkennilegt að sitja í vöðlum í hjólastól þar. Óska þess að enginn þurfi að leika það eftir,“ segir hann um veiðiferðina í fyrradag.Setti út litla flugu Birkir var við veiðar í fyrradag ásamt svila sínum, Atla Bergmann. Þeir höfðu bókað svæði í Elliðaálnum sem kallast Hraun. Birkir rifjar upp hvernig hann rölti á undan svila sínum að staðnum sem þeir ætluðu að veiða á. „Atli ætlaði að koma með bílinn þangað. Ég settist á bakkann við Hraunið og starði í strenginn og hugsaði um hvaða fluga myndi nú gera eitthvað fyrir okkur hérna,“ útskýrir hann. Birkir hitti menn sem höfðu verið við veiðar í Hrauni á undan honum og Atla. „Þeir höfðu ekki séð lax þarna. Ég hafði nú takmarkaða trú á því að það ástand héldi áfram og valdi að setja undir micro BlueCharm þyngda og krók nr. 16,“ útskýrir Birkir á fagmáli veiðimannsins. Birkir útskýrir að flugan og krókurinn séu í minni kantinum.Að hrökkva eða stökkva Hann sat einn við veiðar þegar lax beit á litlu fluguna. „Þá hófust þarna átök og vitandi það hve lítil flugan var þorði ég ekki að taka mikið á laxinum og var dágóða stund að þreyta hann. Ég kom honum inn í litla röst byrjaði rölta niður í átttina til hans, með það fyrir augum að landa honum. Þá gerðist það sem ég hafði hræðst; litli krókurinn gaf sig og datt úr. Laxinn lá því þarna hálfur í kafi og var byrjaður að skrölta út aftur.“ Orðatiltækið að hrökkva eða stökkva átti vel við þessar aðstæður; Birkir ákvað að slá til og hreinlegastökkva á eftir laxinum svo hann slyppi ekki aftur út í ána: „Ég hentist á eftir honum með þeim afleiðingum að ég festi löppina á milli steina hrundi niður og ökklabraut mig .En ég náði samt sem áður taki á laxinum og kom honum á land, með brotinn ökkla. Síðan kom ég sjálfum mér á land og þar lágum við hlið við hlið, laxinn og ég, dauðuppgefnir eftir baráttuna. Eftir að hafa náð andanum hringdi ég í Atla og bað um að klára að koma mér í land og afgreiða fiskinn áður en hann skoppaði aftur út í.“Með skottið á milli lappanna Birkir hvatti Atla til þess að láta þessi meiðsli ekki hafa áhrif á veiðimennskuna. Hann sagði Atla að halda áfram að veiða. „Svo með skottið á milli lappanna hringdi ég í frúna sem kom og keyrði mig á slysavarðstofuna. Það er óneitanlega einkennilegt að sitja í vöðlum í hjólastól þar. Óska þess að enginn þurfi að leika það eftir.“ Að lokinni röntgenmyndatöku og læknismeðferð hélt Birkir heim ásamt konu sinni. „Ég óskaði eftir því að fá grillaðan lax í kvöldmat og drekka með honum eðal hvítvín,“ segir hann. Birkir er vanur veiðimaður og á myndinni hér að ofan sést hann við veiðar í Elliðaá. Hann ætlar ekki að láta þetta á sig fá og mun aftur fara að veiða þegar hann hefur jafnað sig af brotinu. „En núna ligg ég heima og bryð verkjapillur.“
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira