Enski boltinn

Javi Garcia til Zenit

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Javi Garcia í leik með Manchester City.
Javi Garcia í leik með Manchester City. Vísir/Getty
Rússneska félagið Zenit St. Petersburg gekk í dag frá kaupunum á spænska miðjumanninum Javi Garcia frá Manchester City.

Talið er að Zenit greiði 13 milljónir punda fyrir Garcia sem skrifaði undir fimm ára samning hjá rússneska liðinu.

Garcia náði aldrei að festa sig í sessi hjá City og eftir komu Fernando í sumar var vitað að tækifærum hans myndi fækka. Á þeim tveimur árum sem hann var á mála hjá City lék hann 48 leiki í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×