Kiel tókst hið ómögulega | Alfreð, Guðjón og Aron meistarar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. maí 2014 15:52 Ótrúlegt afrek hjá Kiel vísir/getty Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Kiel gerði sér lítið fyrir að varð í dag þýskur meistari í handbolta eftir ótrúlegan 37-23 sigur á Füchse Berlin. Á sama tíma lagði Rhein-Neckar Löwen Gummersbach 40-35. Liðin enduðu bæði með 59 stig en Kiel varð meistari á betri markamun. Ótrúlegt afrek hjá Kiel því þegar leikirnir hófust í dag var Löwen með betri markatölu sem nam sjö mörkum. Þegar flautað var til hálfleiks hafði Kiel unnið upp markamuninn. Kiel var níu mörkum fyrir 17-8 og Rhein-Neckar Löwen aðeins tveimur mörkum yfir 21-19. Löwen byrjaði betur í seinni hálfleik og kom sér aftur í góða stöðu en gaf eftir er leið á leikinn en liðið náði mest átta marka forystu, sem hefði dugað liðinu til að landa titlinum. Kiel sýndi styrk sinn gegn meiðslahrjáðu liði Dags Sigurðssonar, keyrði allan tímann og lék frábærlega.Filip Jicha skoraði 11 mörk fyrir liði og fór mikinn. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk og Aron Pálmarsson 2. Enn og aftur stendur Alfreð Gíslason uppi sem sigurvegari með Kiel.Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Löwen sem varð að sætta sig við annað sæti deildarinnar. Hornamaðurinn ótrúlegi, Uwe Gensheimer skoraði 15 mörk fyrir Löwen.Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1 í 30-23 tapi gegn HSV.Heiðmar Felixsson skoraði 1 mark fyrir Hannover-Burgdorf sem tapaði 32-26 fyrir Melsungen á útivelli. Bergishcer tapaði heima gegn Lübbecke 29-25 en það kom ekki að sök því liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári. Björgvin Páll Gústavsson varði 6 skot í marki Bergischer.Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk í sex marka tapi Minden gegn Magdeburg 38-32. Flensburg skellti Eisenach 26-20. Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir Eisenach sem var fallið í 1. deild fyrir nokkru síðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti