Erlent

Fær enn greiðslur frá ríkinu

Birta Björnsdóttir skrifar
Danir eru ekki á eitt sáttir við það að Alexandra, fyrrum eiginkona Jóakims prins, skuli enn fá greiðslur frá ríkinu, þrátt fyrir að níu ár séu liðin frá því að þau skildu að skiptum.

Þau Jóakim og Alexanda eiga saman tvo syni en eru bæði gift aftur. Sá ráðahagur kemur þó ekki í veg fyrir að Alexandra fái tæpar 44 milljónir íslenskra króna árlega frá danska ríkinu.

Í skoðanakönnum sem danska blaðið BT lét gera kom fram að 78% aðspurðra Dana væru afar ósáttir við að Alexandra fengi enn jafn ríkulegar greiðslur, fyrir að hafa eitt sinn tilheyrt dönsku konungsfjölskyldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×