Innlent

Ósjálfbjarga vegna ölvunar

Gissur Sigurðsson skrifar
Töluverð ölvun og erill voru á höfuðborgarsvæðinu í nótt og urðu nokkrir ósjálfbjarga vegna ölvunar.
Töluverð ölvun og erill voru á höfuðborgarsvæðinu í nótt og urðu nokkrir ósjálfbjarga vegna ölvunar. visir/hari
Töluverð ölvun og erill voru á höfuðborgarsvæðinu í nótt og urðu nokkrir ósjálfbjarga vegna ölvunar. Þannig óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu eftir að dauðadrukkin kona hafði sest upp í bílinn, en vissi svo ekki hvert hún vildi fara eða hver hún var.

Karlmaður í ámóta ástandi var svo tekinn úr umferð við hús Hjálpræðishersins og eru þau bæði að sofa úr sér í fangageymslum. Nokkrir voru einnig stöðvaðir vegna fíkniefna- eða ölvunaraksturs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×