Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2014 13:00 Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum, flutti erindi á ráðstefnu Arion-banka um Drekasvæðið fyrir 2 árum. Mynd/Stöð 2. Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15