Innlent

Myndir: Reykvíkingar kunna að skemmta sér á 17. júní

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir, Björn S. Blöndal og Halldór Auðar Svansson mynduðu nýlega meirihluta í borginni og voru að vonum kát í dag.
Dagur B. Eggertsson, Sóley Tómasdóttir, Björn S. Blöndal og Halldór Auðar Svansson mynduðu nýlega meirihluta í borginni og voru að vonum kát í dag. Mynd/Daníel Rúnarsson
Það rigndi nánast sleitulaust í höfuðborginni í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. En kátir borgarbúar létu rigninguna ekki á sig fá af þessum myndum að dæma. 

Dagskráin í Reykjavík var ákaflega fjölbreytt og því nóg um að vera en henni lauk klukkan tíu í kvöld. Tónleikar á Arnarhóli voru vel sóttir, en hljómsveitir á borð við Vök, Cell7 og Mammút stigu á stokk og glöddu blauta borgarbúa. 

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fór um víðan völl og tók myndir af börnum, borgarfulltrúum og forseta að leik. 

.

.

.

Fleiri myndir má skoða í myndasafninu efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×