Handbolti

Þetta borðuðu Bosníumenn á Íslandi | Matseðill

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dragan Markovic og lærisveinar hans voru ekki ánægðir með pastaréttinn og annað sem í boði var.
Dragan Markovic og lærisveinar hans voru ekki ánægðir með pastaréttinn og annað sem í boði var. Mynd/samsett
Eins og greint hefur verið frá á Vísi í dag voru Bosníumenn afar óánægðir með mótttökurnar sem þeir fengu á Íslandi um helgina þegar þeir skelltu strákunum okkar í umspili um sæti á HM 2015 í handbolta.

Í viðtali við vefmiðilinn sport.ba kvartaði þjálfari Bosníumanna, Dragan Markovic, meðal annars yfir matnum og gistiaðstöðunni.

„Allt frá gistiaðstöðu að matnum sem okkur stóð til boða. Það var alls ekki nógu gott. Þeir hafa greinilega ekki mikið álit á okkur en þeir mega halda það sem þeir vilja,“ sagði hann.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi að ein kvörtun hefði borist vegna gistiaðstöðunnar en því var kippt í lag hið snarasta. Engar kvartanir bárust vegna matar né annarra hluta.

Bosníumenn gistu á Hótel Hafnafirði þar sem farið var í einu og öllu eftir mataróskum þeirra, eins og kemur fram í innslagi Valtýs Björns Valtýssonar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Vísir fékk sendan matseðil Bosníumanna á meðan dvöl þeirra stóð. Þeir eru greinilega mjög hrifnir af pasta með tómötum og mozzarellaosti en það borðuðu þeir nánast í hvert mál.

Matseðill Bosníumanna:

Föstudagur 13.06.2014.

Hádegismatur við komu á hótel – 16.30

- tómatsúpa

- pasta með tómötum og mozzarellaosti

- tómatasalat

- grilluð nautasteik með kartöflu

- súkkulaðikaka

kvöldmatur – 21.00

- pasta með tómötum og mozzarellaosti

- tómatasalat

- grilluð kjúklingabringa

- grillað grænmeti

- ávextir

Laugardagur 14.06.2014.

Morgunmatur

Hádegishlaðborð – 09.00

Hádegismatur – 14.00

- kjúklingasúpa

- pasta með tómötum og mozzarellaosti  

- tómatasalat

- grilluð kalkúnabringa

- grillað grænmeti

- súkkulaðikaka

Kvöldmatur – 19.30

- pasta með tómötum og mozzarellaosti

- tómatasalat

- grillað nautakjöt með soðnu grænmeti

- ávextir

Sunnudagur 15.06.2014.

Morgunmatur

hádegishlaðborð – 09.00

Hádegismatur - 13.00

- kjúklingasúpa

- pasta með tómötum og mozzarellaosti  

- tómatasalat

- grilluð kjúklinga- eða kalkúnabringa

- soðið grænmeti

- súkkulaðikaka

Snarl - 15.15

-eplabaka með drykkjarföngum (safar, kaffi og te)

Kvöldmatur - 20.30

- pasta með tómötum og mozzarellaosti

- tómatasalat

- grillað nautakjöt með grilluðu grænmeti

- pönnukaka með súkkulaði

Mánudagur 16.06.2014.

Morgunmatur

Hádegishlaðborð - 5.30


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×