Innlent

Viktoría, Sigmundur og Dorrit skoða hvali á Húsavík

Bjarki Ármannsson skrifar
Fjöldi fólks lét sjá sig við höfnina á Húsavík í dag til að berja krónprinsessu Svía augum.
Fjöldi fólks lét sjá sig við höfnina á Húsavík í dag til að berja krónprinsessu Svía augum. Mynd/Alma Lilja
Viktoría krónprinsessa er stödd í heimsókn á Íslandi um þessar mundir ásamt eiginmanni sínum, Daniel Westling. Þau eru hér í boði forseta Íslands til að fagna brúðkaupsafmæli sínu. Í dag skoðuðu þau hvali á á skonortunni Hildi á Húsavík ásamt forsætisráðherra og forsetahjónum Íslands. 

Húsvíkingum var boðið að mæta niður á höfn og taka á móti prinsessunni og fylgdarliði hennar áður en þau héldu á Gamla Bauk og snæddu hádegisverð. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tilefni en fjölmargir bæjarbúar létu sjá sig, þó veðrið væri ekki sem best verður á kosið.

Viktoría prinsessa.Mynd/Alma Lilja
Dorrit lét sig ekki vanta.Mynd/Alma Lilja
Daniel Westling, eiginmaður Viktoríu.Mynd/Alma Lilja
Sigmundur Davíð og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.Mynd/Alma Lilja
Yngsta kynslóðin.Mynd/Alma Lilja



Fleiri fréttir

Sjá meira


×