Handbolti

Salih Heimir: Veit ekki í hvaða heimi þessir menn lifa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kempa. Salih Heimir er hér á ferðinni með KR í bikarúrslitaleiknum 1994.
Kempa. Salih Heimir er hér á ferðinni með KR í bikarúrslitaleiknum 1994.
Ummæli Dragan Markovic, þjálfara handboltalandsliðs Bosníu, um slæman aðbúnað liðsins á Íslandi vöktu mikla athygli í gær.

Vísir heyrði í Bosníumanninum geðþekka, Salih Heimir Porca, og spurði hann út í þessi ummæli landa hans.

"Ég veit ekki í hvaða heimi þessir menn lifa. Þeir geta ekki kvartað yfir Íslandi. Ég hef verið hérna í 24 ár og ég get ekki sagt að það sé hægt að kvarta yfir einhverju á Íslandi," sagði Salih Heimir en hann er íslenskur ríkisborgari í dag.

"Þegar ég flutti fyrst til Íslands þá var ég fyrst svolítið hneykslaður á Íslendingum sem sögðu að allt væri best hérna. Nú er ég fullkomlega sammála öllu. Hér er allt í heimsklassa og Íslendingar eru með allt á hreinu.

"Það er nákvæmlega ekkert að matnum hérna og ég skil ekki hvað þeir eru að kvarta þar. Auðvitað eru alltaf í hópum einn til tveir illa fyrirkallaðir sem geta kvartað yfir öllu. Ég hef ferðast um allt Ísland og öll gistiheimili eru til mikillar fyrirmyndar. Allt svo hreint og íslenska vatnið bestí heimi. Ég veit eiginlega ekki hverju þeir voru að leita að og verð að spyrja út í þetta."

Porca er orðinn mikill Íslendingur og segir að Bosníumenn hefðu átt að njóta sigursins.

"Þegar þjóð vinnur svona stórt handboltaland eins og Ísland þá kvartar maður ekki. Það er ekki hægt."


Tengdar fréttir

Vísa ásökunum Bosníumanna á bug

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Haukur Birgisson, hótelstjóri Hótels Hafnarfjarðar, vísa ásökunum Dragan Markovic, þjálfara Bosníu, til föðurhúsana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×