Körfubolti

Toure dregur úr fyrri yfirlýsingum

Yaya Toure.
Yaya Toure. vísir/getty
Framtíð Yaya Toure hjá Man. City hefur verið í óvissu síðan umboðsmaður hans gerði allt vitlaust með ummælum um að hann nyti ekki virðingar hjá félaginu.

Toure tók undir orð umboðsmannsins og lét þá meðal annars hafa eftir sér að hann væri til í að spila aftur með Barcelona áður en hann henti skónum upp í hillu.

Leikmaðurinn gaf svo í skyn við France Football að hann hefði einnig áhuga á því að spila með PSG. Gaf þeim undir fótinn.

Hann er aftur á móti eitthvað farinn að róast enda hefur þessi flétta líklega ekki skilað því sem hún átti að skila.

"Það er ekkert skipulagt hjá mér eftir HM," sagði Toure en hann segir orð hans hafa verið tekin úr samhengi.

"Margt hefur verið sagt um mig sem hefur farið í taugarnar á mér. Ég sagði einfaldlega að það væri ánægjulegt að vera eftirsóttur og að auðvitað væri það heiður að spila fyrir lið eins og PSG. Ég sagði ekkert meira."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×