Viðskipti innlent

Dómur Bjarna Ármannssonar þyngdur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Bjarna er jafnframt gert að endurgreiða tæplega 36 milljónir króna.
Bjarna er jafnframt gert að endurgreiða tæplega 36 milljónir króna.
Hæstiréttur þyngdi í dag skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Bjarna Ármannssyni úr sex mánuðum í átta mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bjarna í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í júní í fyrra. 

Skattrannsóknarstjóri ríkisins tók mál Bjarna til rannsóknar að eigin frumkvæði og vísaði því síðan til Sérstaks saksóknara.

Að auki er Bjarna gert að endurgreiða tæplega 36 milljónir króna.

Bjarni lét af störfum sem forstjóri Glitnis árið 2007 og hefur síðan sinnt eigin fjárfestingum.

Ákæran gegn Bjarna var í fimm liðum. Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa vantalið söluhagnað vegna sölu á hlutabréfum í félaginu Sjávarsýn upp á 196 milljónir króna árið 2006.

Í öðru lagi var hann ákærður fyrir vegna arðgreiðslan af erlendum hlutabréfum upp á eina og hálfa milljón árið 2006 og rúmlega  eina milljón árið 2007. Hann var einnig ákærður vegna vaxtatekna upp á 135 þúsund króna annars vegar og 179 þúsund króna hins vegar.

Í fjórða lagi var hann ákærður vegna óframtalinna vaxtatekna vegna reikninga í tveimur erlendum bönkum upp á 1,2 milljónir árið 2006, 2.2. milljónir árið 2007 og tæplega fimm milljónir árið 2008.

Loks var hann ákærður fyrir að hafa vantalið tekjur af 36 gjaldmiðlaskiptasamningum, samtals upp á rúmlega 40 milljónir króna. 

Sýndi af sér stórfellt hirðuleysi

Bjarni 2007 og hefur sinnt eigin fjárfestingum síðan. Hann var ákærður fyrir að hafa vantalið söluhagnað vegna sölu á hlutabréfum í félaginu Jávarsýn upp á 196 milljónir króna árið 2006.

Bjarni neitaði sök fyrir héraðsdómi. Hann viðurkenndi að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur sínar eins og frá greindi í ákæru á hendur honum. Hann gaf þær skýringar fyrir dómi að hann þegar hafi vantalið fjármagnstekjur sínar hafi verið um handvömm eða mistök að ræða. Tekjurnar sem hann viðurkennir að hafa látið undir höfuð leggjast að telja fram voru skattskyldar samkvæmt lögum um tekjuskatt.  

Í dómi héraðsdóms kom fram að ekki hefði legið ásetningur að baki brotunum. Hins vegar sé um að ræða stórfellt hirðuleysi eða gáleysi að láta undir höfuð leggjast að telja fram fjármagnstekjur.  


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.